Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 82

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 82
84 6045. Vs 6046. — 6047. — 6048. — 6049. — 6050. 4/s 6051 a-j. — 6052 a-d. — 6053. — 6054 a-c. — 6055. — 6056. — Sigurður Árnason í Kirkjuhvammi: Beizlishöfuðleður gamalt úr islenzku leðri með stöngum úr járni, einkar einföldum, ennislaufi og kverkólarspennu úr kopar. Sami: Paramát, til þess að búa til krókapör með; er það tréskaft lítið, 1. 7,7 sm., og naglar út úr endunum, sem vírinn er beygður um. Sami: Beizlisstöng úr eirblendingi, gömul og mjög slitin; hún er með gömlu lagi, slétt og flöt, og að eins 11,5 sm. að lengd; eins beggja vegna, virðist þó vera hægri. Sami: Sjálfskeiðingur gamall úr járni, yfirkinnar vant- ar á, 1. 13 sm., mun vera íslenzkur. Fundinn uppi á afrétti og mjög ryðtekinn. Sami: Fjöl úr furu, útskorin með stórgerðri leturlínu og rósastreng undir, stendur á henni með gotnesku smástílsletri, liku höfðaletri: farid ut um allan he. Að líkindum hluti af vindskeið af kirkju í Kirkju- hvammi; hún fanst þar undir kirkjugólfi. L. 172 sm., br. 18,5—26 sm. Kvarnar-undirsteinn úr gljúpu hraungrjóti, eitlóttu, fremur óvandlega höggvinn og ekki mikið slitinn, all- vel kringlóttur, þverm. um 53 sm., hæstur og þykk astur um miðjuna. Lítið gat, sem standurinn hefir verið festur í, er í gegnum miðjuna. Netsteinar tíu, einn þeirra stærstur og kann að hafa verið á endareipinu; þeir eru allir með gati, sem er þó ekki af mönnum gert á neinum þeirra. Meiri líkur til að steinar þessir séu netsteinar en kljásteinar. Brýnisbrot 4 að tölu úr þremur steintegundum; sbr. nr. 5878. Beintyppi lítið, nær sívalt, keilumyndað með broddi upp úr og kraga um broddinn, dregst að sér neðst, hæð 2,9 sm., þverm. mest 1,5—1,8. Ef til vill úr hnef- tafli, sbr. 5968. Greiðubrot þrjú, eitt stærst, með hluta af kinnunum beggja vegna og er útskorið verk á þeim. Sbr. nr. 5775 og 5881. Hnífblað úr járni mjög stutt, 4,5 sm., og tangi á (1. 3 Bin.); br. 1,7 sm. Hnífblað úr járni með broti af tanganum á, 1. alls 7,9 sm.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.