Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 87

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 87
89 6088. 6089. 6090. 6091. 6092. 6093. 6094. 6095. l*/u Sama (afh.): Grafskrift yfir Björn Olafsson (d. 1823) og Ingibjörgu Jónsdóttur (d. 1820) frá Tungufelli; skrif- uð með gulu letri á svart tréspjald lítið; st. 22X16,3 sm. u/u Moritz Halldór8son læknir, Park River, N. D.: Vín- bikar (-skál) lítil úr eiri, h. 3,1 sm., þverm. 5,7 um barma, næi hálfkúlumynduð; hvylft upp í botninn. Uppi við barmana er stungið að utan með venjulegu snarhandarletri: »Trinck mich aus : Leg mich nieder : Steh ich auf : So Fiill mich Wieder : l-7-7'3«. Vínskál þessi er komin til Ameríku frá Islandi; hún hefir lengi verið sögð að hafa verið ferðabikar prests eins á Ríp i Skagafirði. Sbv. nr. 2717, úr silfri, o fl. líkar. — Jóhannes Kjarval málari, Reykjavík: Steinlampi, höggv- inn úr mógrjóti, kringlóttur að ofan, en að neðan ganga út eyru beggja vegna og eru göt á þeim; í götin hefir verið dregin ól eða band og lampinn getað orðið hengd- ur upp (sbr. nr. 5561, sjá Árb. ’08, 39—40). Þverm.: um eyrun 19,8 sm.. og mitt á meðal þeirra 16,4 sm.; hæð mest 6,5 sm.; dýpt skálarinnar um 2 sm.; innan í henni er svört skán eftir ljósmetið. Fundinn um 3 áln. í jörðu í G-eitavík í Borgarfirði eystra. — Sami: Steinlampi, vel höggvinn eða tiltelgdur úr gi'áu mógrjóti, kringlóttur og flatur, þverm. um 17 sm., hæð 5,8 sm. Skálin dýpst í miðju 1,5 sm., með svartri skán innan í. Fundinn s. st. — Sami: Steinlampi vel gerður og sléttur utan, nokkuð hnöttóttur, ílangur þó nokkuð og flatur, 1. 11,3 srn., br. 8,6 sm., hæð 5,3 sm.; dýpt bollans 2,7 sm.; 1. um 6,5 sm. og br. um 4,3 sm. efst; út úr öðrum enda hennar er skarð í barminn fyrir kveykinn. Svört skán innan í. Fundinn sama staðar og nr. 6090—91. — Það virðist nú öldungis vafalaust, að þessir og líkir bollasteinar, er víða hafa fundist hér á landi, séu lampar frá fornöld. 19/u Thora Melsteð, Reykjavík: Hnakkur Páls Melsteðs sagn- fræðings. Hann er með hinu venjulega nýrra lagi, með koparístöðum vönduðum, reiða, ólum og yfirdýnu, en gjörð vantar. Mun vera frá því um miðja síðustu öld. — Ásgeir Sigurðsson, Reykjum í Lundarreykjadal: Látúns- hnappur lítill, kúptur, jarðfundinn. — Sigríður Gísladóttir, Laugardalshólum: Látúnshnappur flatur, með gagnskornu verki, i likingu við blóm. 12

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.