Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 67

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 67
71 talin. (Meira um Bakkabæina er sagt í Sögu Oddastaðar, bls. 154-6). Byrja eg upptalningu þessa austast á Bakkabæjum. 13. S tórholt. Það er nokkuð langt suður frá Þverá, og er 1861 talið grasbýli úr Uxahrygg. Getið er þess fyrst 1825, og varaði byggðin til 1883. Guðlaugur Erlendsson flutti þá að Lambhaga og bjó þar lengi síðan. 14. Blábringa, líklega örreytiskot úr Uxahrygg, og aðeins fárra áratuga býli á 19. öld. Var svo sem 1 km. ssv. frá Galtarholti. Bær sá stóð næst sjó á Rangárvöllum, en átti þó ekki land að sjó, og enginn annar bær þar heldur. Byggðar finnst þar getið hálfa öld, 1856—1906. 15. Markhóll, hjáleiga frá Eystra Fróðholti og minna en annað afbýli, Galtarholt, sem verið hefir í byggð. Markhóll var svo sem 2 km austur frá Galtarholti. Byggður 1828 og eyðilagður 1881. .16. Fróðholtshóll, hjáleiga frá Vestra Fróðholti, oftast nefnd Hóll einungis (og var þar lengi „Hallur í Hólnum"1). Fyrsta byggð þar um 1828 og síðasta 1907. 17. Litla Bakkakot (,,Bakkakotskot“). Það var 2 km austur frá Ártúnum, hálfu nær ánni (50 faðma) en Bakkakot. Bæði kotin eru nærri því túnlaus vegna bleytu og láglendis. Byggðin hélzt eina öld, 1801—1905. 18. Ártúnakot, var tæplega 1 km ssv. frá Ártúnum, sem eru nú tveir bæir stórir, vestasta byggðin, þar sem austurvötnin mæta Ytri Rangá og renna saman um Djúpá (Hólsá) suður til sjávar, um þann gamalkunna Rangárós. Ekki er kotið til 1703 né 1803, og mun ekki byggt fyrr en um 1830, þá fyrst er nefnt 3. býli í Ártúnum. Kotið fór í auðn 1904, vegna yfirgangs Valalækjar, er braut sér far- veg mikinn austur úr Hólsá. Reynt var að stífla Valalæk á þeim árum, fyrir 1800, þó ekki í húsvitjunarbókum Odda fyrr en 1840. Áður hét bærinn Hátún. 1) Heyrt hefi ég sagt (en fullyrði ekki), að vísan hér neðar sé ort um Hall þenna og í orðastað stúlku, jafnvel bústýru hans. Og má ætla, að Hallur hafi þá verið talsvert kenndur: Ertu fallinn, elsku Hallur? — angrað ber ég geð. Blessaður, elsku, blíði Hallur, berð’ig að staulast með. Ég leiði þig um lífsins dimma stig; elsku, bezti, hjartans Hallur, hugsa þú um mig.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.