Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 5
Róðukrossinn í fannardal
11
Preistandi er að geta þess til að bænhús hafi verið fyrr á öldum í
Fannardal, á svo afskekktum bæ sem þó liggur næstur fjallvegi.
Hefur mér fyrir löngu komið sá möguleiki í hug en ekkert verður
um það fullyrt vegna skorts á beinum heimildum. Þó hallast séra
Sveinn Víkingur að því í áður tilvitnuðu riti sínu og verður betur
vikið að þessu atriði síðar.
Fannardalur er ekki nein meiriháttar jörð, aðeins talin 6 hundruð
að fornu mati samkvæmt þeim gögnum sem venja er að vitna til um
fornt mat.11 Þess ber þó að geta að svokallað fornt jarðamat á
Austfjörðum er oft undarlega lágt, enda má sjá merki þess í sumum
gömlum heimildum að hið forna mat hafi verið hærra en talið er í
fyrrgreindum heimildum, T. d. er Fannardalur talinn 9 hundruð í
heimild frá árinu 1611.12 1 svonefndum stríðshjálparskjölum frá
1681 segir um Fannardal: „dýrleiki reiknast 10 C1."13 1 jarða-
yfir öllu landi, einkum frá árunum í kringum 1760, þegar úrslitatilraun
var gerð til að endurnýja hálfkirkjuna sem fallið hafði í rúst 1751. 1 pró-
fastsvísitasíu Skorrastaðar frá 12. febrúar 1780 (í bögglinum Bps. A V 1)
er getið um hökul, rykkilín og smáklukku sem „liggur við kirkjuna í for-
varing ehruverðugs staðarhaldarans, sr. Þorsteins Benediktssonar, hvað að
er eigindómur þeirrar niðurföllnu Hellisfjarðarkirkju". — Þorsteinn Bene-
diktsson f. 1731, d. 1810) var prestur á Skorrastað 1771—1796. Séra Jón
Steingrímsson getur hans mjög lofsamlega í ævisögu sinni (allvíða). — Höf-
undur þessarar ritgerðar hefur dregið saman allan þann fróðleik sem hann
hefur getað fundið um Hellisfjarðarkirkju. — Um bænhús á Kirkjubóli (sbr.
Prestatal og prófasta, 2. útg., Rvk. 1950, bls. 22 nm.) eru engar sögulegar
heimildir, en geta má þess að eyðibýlið Ásmundarstaðir, þar sem þjóðsagnir
herma að hafi upphaflega verið prestssetur í Norðfirði, er í Kirkjubóls-
landi (um þjóðsöguna og Ásmundarstaði sjá einkum Sveinn Ólafsson (í
Firði): Kirkjulækur, Ásmundarstaðir, Kirkjuból í Árbók liins íslenzka
fornleifafélags 1930—1931, bls. 101—104; Sigfús Sigfússon: Þjóð-sögur og
-sagnir III, Seyðisfirði 1925, bls. 78; Jón Árnason: íslenzkar þjóðsögur og
ævintýri (nýtt safn) III, Rv. 1955, bls. 555—557. Ólafur Olavius telur Ás-
mundarstaði hafa verið hjáleigu frá Hólum („frá Hóli“ í íslensku þýðing-
unni, 2. bindi, bls. 143, er athugunarleysi þýðanda), en fremur er það ólík-
legt). — í Prestatali og prófasta er einnig gert ráð fyrir bænhúsi á Nesi en
ekki eru kunnar heimildir fyrir því.
11 Bjöm Lárusson: Tlie Old Icelandic Land Registers, Lund 1967, bls. 321.
Enn fremur jarða- og bændatal í skjalasafni landfógeta (í afhendingarskrám
þess embættis merkt L 4), geymt í Þjóðskjaiasafni, úr Mið-Múlasýslu frá
1754, bls. 43. Vísitasía Brynjólfs biskups Sveinssonar 12. ágúst 1645, Bps.
A II 8, bls. 197. J. Johnsen: Jarðatal á íslandi, Khöfn 1847, bls. 373, Ný
jarðabók fyrir ísland, Khöfn [1861], bls. 143.
12 AM 259, 4to (eftirrit Jóns Þorkelssonar í Þjskjs.)
13 Þ. e. 10 hundruð. Stríðshjálparskjölin komu í Þjskjs. með skilum úr danska