Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 7
10
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
vegna er árefti og glergluggar tveir, búrhillur langsetis við báða veggi
með sínum koppum og kirnum, en stór skyrsár á trépalli í suðurenda.
Fyrir framan búrið er þil með dyrum og digrum aurstokki undir, en
innst er bjórþil sem búið er að hlaða fyrir að utanverðu. Á þilinu er
tveggjarúðu gluggi. I gangrúminu milli búrs og eldhúss er einnig
gluggi á austurhlið þekju.
Eldhúsið er byggt upp á svipaðan máta og búrið, óþiljað á þrjá
vegu með strompi og glugga í mæni, hlóðum í norðvesturhorni og
dyrum til fjóss. Allir viðir þess og veggir eru blásvartir af sóti.
Uppbyggingu þeirra húsa sem nú hafa verið talin verður ekki eins
ítarlega lýst og skála og skemmu, vegna þess að hún er vel þekkt 19.
aldar smíð. Hinsvegar eru í þeim partar og bútar úr öðru húsi eða
húsum sem vert er að staldra við. 1 eldhúsi eru tvennar strikaðar
sperrur yfir miðstafgólfi, yfir bita II og III, með merkjum eftir
skammbita, langbönd og þil. Samskonar sperrur eru innst í búri yfir
bita I, þó án merkis um skammbita og gróp. Enn eru innstu stafir
1 og 2 í búri sömu ættar og sperrurnar, með gróp- og langbandaför-
um. Með sömu gerð strika, sem kalla má tvöfalt rómanskt kílstrik,
eru tvö langbönd í búri, sem ná yfir þrjú fremstu stafgólf, um 4.30
m að lergd, og hafa aldrei annað en langbönd verið. Öðru máli gegnir
um langbandsbúta í innsta stafgólfi. Annar er með grópum á báðum
hliðum, strikaður öðrumegin, þykkari en langbandið en efnisminni
en sperrurnar og hefur áreiðanlega ekki verið langband í upphafi.
Hinn er svipaður nema gróp er aðeins öðrumegin. I eldhúsárefti er
langbandsbrot af sömu gerð og í búri, og tveir bútar aðrir með sams-
konar strikum. Annar með gróp og skertur öðrumegin, hinn heill,
efnismeiri og án gróps.
Enn er í árefti búrs strikuð fjöl á báðum brúnum með samskonar
striki og önnur í þiljum búrs eins strikuð, nema þynnri og með gróp
í báða enda. Að lokum er biti í eldhúsi og langbandsbútur í búri með
allt annarri strikagerð og sjálfsagt yngri. Langbandsbúturinn er
með striki á neðri brún öðrumegin og þilgrópi og því tæplega lang-
band í upphafi. Bitinn er strikaður á neðri brún báðumegin, með
sporum neðan. Langbandsbrot úr skála í árefti rekur svo lestina (32.,
33., 34., 37., 39., 40. og 42. mynd).
Slcáli. Skálinn er 3.70—4.00 m á breidd milli torfveggja en 7.80—
7.90 m á lengd frá þilstafni að innra gafli, sem sigið hefur út á milli
innstu stafa. Breiddin milli syllna er 3.52 m en stafa 3.42 m. Bitar
eru um 4.00 m á lengd. Hæð frá gólfi í sperrutopp er í kringum 4.10 m,