Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 20
22 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sömu hæð þ.e.a.s. á staf 2, 3 og 9 báðumegin, öðrumegin á staf 4 og 7, styttra sporið á staf 8 og lengra sporið á þeim nr. 6. Hinsvegar er erfitt að hugsa sér að miðsyllur hafi gengið í löngu sporin. Hugsan- legt er að svo hafi engu að síður verið og stubbar settir í löngu spor- in ofan við syllu. Vera má að þilið hafi verið sett eftir að hætt var að nota skálann sem svefnhús og hin fornu rúmstokka- og bríkar- spor nýtt fyrir sylluspor. Eitt er víst að tæplega hefur þilið verið merkilegt vegna þess að gróp fyrir það í stöfum finnst ekki. Sé hinsvegar skyggnst inn í bæjardyrnar og lausholtið sunnan fram athugað betur, eygir maður kannski lausn. Hugsum okkur að við reistum það upp eins og 41. mynd sýnir. Gæti ekki miðsporið og grópið uppaf því hæglega verið eftir kálfaþil sem kallað var og úttektin frá 1881 gefur vísbendingu um? Ekki minnka líkurnar við skálastrikgerðina á brúninni, sem frá veit sporahliðinni. Því miður er búið að saga af lausholtinu við enda grópsins. Hugsanlegt er að það hafi einmitt verið gert við stallbrún og eyrað látið flakka. Lengd lausholtsins er 2 m. Nú þarf að gera ráð fyrir að eyrað hafi verið jafnhátt syllunni eða 0.24 m. Sé þetta gamall skálastafur er hann þá um 2.24 m eða 0.34 m hærri en núverandi stafir. Að því er hins- vegar að gá, að undir sumum stafanna nú er þreföld röð stoðar- steina, allt að 0.26 m að hæð. Sé skálasylla sett á lausholtið efst, svo sem 41. mynd sýnir, landar önnur brún hennar við það að aftan. Lausholtið er skert, svo ekki er hægt að segja til um hversu breitt það hefur verið. Ekki minna en þykktin þó, e.t.v. 0.15 m. Ekki er hægt með neinni vissu að segja til um hvort framan á lausholtinu, sem staf í skála, hafi verið för eftir rúmstæði. Meðan svo er og fleiri vitni er ekki hægt að færa fram í málinu, er best að fullyrða ekki neitt. Sé hinsvegar lausholtið að tarna gamall stafur úr skálanum, hvaðan eru þá þeir stafir sem nú eru þar með öllum sínum talandi vitnum um rúmstæði? 1 úttektinni frá 1881 er sagt að baðstofan sé 4ra ára. Er hugsanlegt að skálastafirnir séu leifar úr eldri baðstofu? Nú er fullyrt í sömu úttekt að skálinn sé þiljaður það sama ár. Hafa bændur þá geymt gömlu baðstofuviðina a.m.k. 4 ár áður en þeir notuðu þá við endurnýj un skálans ? Allt er þetta mál því miður óljóst og varhugavert að ætla að gefa nokkur viðhlítandi svör að svo komnu. Engu að síður er vert að gaum- gæfa frekar smíðaummerki á skálanum og láta svo í bili a.m.k. að skálastafirnir beri svefnstæðum vitni. Skemmst er frá því að segja að í Hólum er annar af tveim skál- um íslenskum sem enn standa. Skálinn í Hólum hefur það fram yfir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.