Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Síða 32
34
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
17. öldin ekkert ólíkleg. Mag-nús Benediktsson er 46 ára 1703. Hann
er þá fæddur árið 1657 er orðinn fulltíða upp úr 1677 og gæti verið
farinn að búa í Hólum 1680. Hann er sannanlega þar 1694. Ölíklegt er
að skálinn sé að stofni til yngri. Til þess að reisa slíkt hús á sínum
tíma hefur þurft auð og höfðingsdóm, en hvorugt er fyrir hendi í
Hólum eftir daga Magnúsar. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma búa
þar þá leiguliðar í margbýli, sem ekkert bolmagn hafa til slíkrar
húsagerðar. Skálinn gæti hinsvegar verið reistur fyrir tíma Magnús-
ar Benediktssonar, en tæplega er hann mikið eldri 17. öldinni.
Lengra verður ekki komist að rekja sögu skálans í Hólum. Eins og
sjá má hangir hún á bláþræði og best að taka tilgátum þeim, sem
hér hafa verið settar fram, með tilskilinni fræðimannlegri varúð.
Hvað svo sem því líður er enginn vafi á að margnefnd skálasmíð er
ásamt skálahúsinu á Keldum eini sýnilegi vottur um gerð og upp-
byggingu þess foma svefnhúss, sem fylgdi hverjum bæ á Islandi um
aidaraðir og er í raun foi’veri þeirrar baðstofu sem við þekkjum.
Skálinn í Hóium hefur hinsvegar það framyfir Keldnaskálann að
hann er allt í senn, lengri, breiðari og hærri, rjáfrið er opið eins og
vera ber, það er samstæðara og í honum er meiri upplýsingu að hafa
um rekkjustæði, í raun þá einu haldbæru sem til er á íslandi. 1 einu
orði sagt: Skálinn í Hólum er með merkustu byggingum hérlendis
frá fyrri tíð.
Lýsing og skilgreining skemmuviða.
Torvelt er að átta sig á aldri og uppruna skálans, en þó er skemm-
an erfiðari viðfangs. Eitt er þó Ijóst, að hún hefur verið lengd um
eitt stafgólf, enda eru orð heimamanna í Hólum fyrir því. Geirlaug
Jónsdóttir segir að faðir sinn hafi lengt hana, en man ekki hvenær.
Nafn smiðsins sem verkið vann hefur hún á takteinum, hann hét
Bjarni Bjarnason, eins hitt að dyrnar á núverandi þili voru áður
fyrir miðjum stafni. Ummerkin eru líka auðsæ. Skil eru í hleðslu
sem votta þetta, eins för eftir dyrustafi og þil í næstfremsta bita að
neðan og þilgróp í stöfum þar undir. Dyrnar hafa verið 67 cm á
breidd innan stafa og eru svo til á miðjum bita. Tvennt er eftirtekt-
arvert við dyrustafasporin. Þau eru ekki mitt á milli bitabrúnanna
eins og sporin á skálabitum, en hitt er aukasporið sem gengur út
úr öðru dyrustafasporinu. Ekki kann ég að gefa skýringu á því frek-
ar en aukasporinu í bita III í skála. I skála er það milli dyrustafa,
en í skemmu fyrir utan þau. Neðri þilstafninn hefur þá verið með