Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 36
38
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
tíma séð digrara tré í húsi á Islandi en staf nr. 2. Þvermál hans, þar
sem það er mest, er um 27 cm. Hann er skaddaður neðantil. Klofar
tveir hornréttir hvor á annan eru efst á stafnum, annar breiðari og
grynnri fyrir bita, hinn mjórri og dýpri fyrir syllu. Gróp tvö ganga
niður frá livorum kiofa. Nær annað stafinn á enda, en hitt endar í
um 80 cm hæð frá gólfi. en gæti í upphafi hafa náð alla leið, þar sem
nú er búið að höggva töluvert inn í hann neðst. Grópin eru á einu
kvartili og hornrétt hvort á annað. Stoð þessi er auðvitað hreinræktað-
ur hornstafur og samsvarar norskum bræðrum sínum í einu og öllu.
Stafurinn beint á móti nr. 7 er að mestu eins gerður, einungis skadd-
aðri á þeirri síðu, er að vegg snýr, og ögn grennri, um 26 cm í þver-
mál. Hinir tveir, nr. 5 og 10, eru frábrugðnir að fernu leyti. Þeir eru
mjórri, um 24.5 cm í þvermál, á þeim eru spor, þrjú gróp í stað
tveggja, og stafahöfuð eru skert. Enn bætist það við að þrjú grópin
eru annars eðlis, breiðari og grynnri en hin. Sameiginlegt er staf 5
og 10 að spor eru í þeim báðum, u.þ.b. jafn há, breið og djúp. I öðru
þeirra eru ieifar af tré, sem þar hefur eitt sinn skorðað verið, og
naglar tveir heilir, í einhvern tíma brotið frá stafnum, e.t.v.
sylluleifar eða sláar. Niður úr sporinu á staf 5 er gróp, en ekki á staf
10. Vei er iiugsanlegt að það hafi þó verið þar í eina tíð, búið er að
taka töluvert mikið úr stafnum einmitt rétt undir syllusporinu. Á staf
5 og 10 er enn eitt spor neðst, sem hlýtur að vera eftir aurstokk og
þá stokkiun er þil það hvíldi á, sem á skemmunni var fyrir lengingu.
Enn eru grunn spor um miðja báða þessa stafi. Þau gætu verið eftir
þverslá, þilinu til styrktar, og gengið í samsvarandi spor á dyru-
stöfum. Þá er mjótt spor á staf 10 sem hugsanlega er eftir einhvers-
konar fjöl. Að lokum er að nefna síðasta sporið. Það er á staf 10 og
snýr inn að vegg, hornrétt á syllusporið 30 cm neðar og álíka djúpt.
Þetta síðastnefnda spor sýnist mér taka af allan vafa um það, að
stafur nr. 10 hefur í upphafi verið notaður í annað en hornstaf á
skemmunni. Sporið aftan á stafnum þjónar auðvitað engum tilgangi
við núverandi aðstæður. Það gera sjdlusporin ekki heldur. Sé lang-
sniðið af skemmunni skoðað, sést að vísu að fremri endi syllunnar rís
ofurlítið. Væri hún lækkuð að framan og sett í lárétta stöðu er það
ekki nóg til að koma henni í þau spor á staf 5 og 10, sem ég hef
kallað sylluspor (17.—20. og 26. mynd).
Ályktun þessi fær enn stoð í þeim staðreyndum að þykkt skemmu-
sylluendanna er meiri en breidd sporanna og að þessar sömu syllur
eru misþykkar og misbreiðar, en sporin jöfn. Áður hefur verið bent
á grópin sem snúa fram á stöfum 5 og 10. Þegar skemman var