Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 48
50 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS yfir þeim, sperrur yfir bita og áfellur nýtt. Gamalt ætti þá að vera hornstafir, biti yfir þeim, sperrur á þeim bita, skammbiti í sperrum og þil í gafli, syllur og þil í hliðveggjum. 1 framkirkju eru allir stafir nýir nema hornstafir. Gamalt ætti því að vera syllur, áfellur, bitar, sperrur, skammbiti og þil, ásamt með súð eins og áður er getið. Ekki er gott að átta sig á því hvort biskup telur stafina, sem marka kór og kirkju, til kórsins eða framkirkjunnar. Telji hann þá til kórsins, má gera ráð fyrir að þeir séu úr torfkirkju I, en álíti hann þá hinsvegar vera hluta framkirkj unnar eru þeir nýir. Það er reyndar fleira en umsögn biskups um hina gömlu og nýju viði sem vekur athygli. Um kórskilin hefur hann eftirfarandi að segja: „Hinsvegar frá kórdyrastaf til prédikunarstóls er einn út- höggvinn stafur og fjöl þar á negld, við hverja prédikunarstóllinn styðst, fjölin er ofantil aukin, eins og hinsvegar undir bitanum, sem og svo er negld í höggvinn staf“. Torfkirkja II er tekin ofan árið 1853 og í hennar stað reist timbur- kirkja sú sem nú stendur í Hólum. Það er ómaksins vert að líta að- eins á stærðir hennar. I ljós kemur að hún er sömu lengdar og for- veri hennar en ívið breiðari. Hitt er enn merkilegra að kórskilin í timburkirkjunni eru nákvæmlega í gullinsniðshlutfalli af lengd henn- ar. Það er séra Haligrímur Thorlacius Hallgrímsson á Hrafnagili sem þessa kirkju lét reisa, enda er hann eigandi Hóla á þessum tíma. I byggingarreikningi sést að Ólafur timbursmiður Briem á Grund er yfirsmiður og gömlu kirkjuviðirnir seldir hæstbjóðendum fyrir 53 rd. að fráteknum umboðslaunum. Enda þótt séra Hallgrímur eigi Hóla, bar honum ekki að halda við húsum, það ok kom á leiguliðana. Af þeim sökum gat verið gott að fá timbur fyrir lítið á staðnum. Kirkjurnar tvær og húsaviðirnir í Hólabæ. Hvernig kemur mynd sú, sem reynt hefur verið að bregða upp af torfkirkjunum tveim, heim og saman við fornviðaleifarnar í gamla bænum í Hólum? Auðvitað er ekki beinlínis hægt að sanna að stafimir sívölu og sveru í skemmunni séu fjórir af sex stöplum eldri torfkirkjunnar og endurnotaðir í þeirri yngri. En hvað annað gætu þeir verið? Eitt er víst að úr stafverkshúsi hljóta þeir að hafa verið í upphafi. Ilver norskur fornhúsafræðingur mundi sjá það undireins. Hann gæti hinsvegar ekki kveðið á um hvort þeir væru frekar úr kirkju eða veraldlegu húsi. Nú falla syllumar miklu nákvæmlega í klofa stöpl-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.