Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 58
60
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Langböndin strikuðu í búri falla svo til beint á sperrusæti sín.
Ekki er með góðu móti nú hægt að mæla nákvæmlega lengd þeirra,
en þau eru einhversstaðar á bilinu 4.30—4.80 m á lengd. Enn er þess
að geta að í ræfri búrs er fjöl með sama striki og allir þeir viðir sem
nú hefur verið fjallað um, og gæti vel hafa verið súðfjöl.
Undir lokin snúum við okkur fram í bæjardyr innri. Þar eru
fjórir stafir með sama striki og á þeim viðum sem nú um sinn hefur
verið fjallað um. Þá má flokka í tvennt, sporastafi og grópstafi. Spor-
in á sporastöfunum eru greinilega sömu ættar og sporin á skála-
stöfunum. Þau bera merki rúmstæða. Miklar líkur eru hinsvegar til
að sporin þau arna séu sett eftir að strikun viðanna átti sér stað.
Séu þessi spor eftir rúmbríkur og stokka, sem engin ástæða er til að
efast urn, eru strikin, sem ganga meðfram þeim, algjörlega tilgangs-
laus, þau myndu ekki sjást. Sporastafirnir tveir eru strikaðir báðu-
megin við brúnir. Ef við lítum inn í skemmuna einu sinni enn og
virðum fyrir okkur snið strikuðu bitanna þar, kemur í ljós að þeir
eru nák\ æmlega jafnbreiðir og sporastafirnir. Auk þess eru strik við
neðri brúnir sett með svipuðum hætti, þó ekki séu þau sömu gerðar.
Ég læt mér því detta í hug að sporastafirnir séu skertir bitar, búið
sé að taka ofan af þeim og þar með strikaparið við efri brúnir (28.,
36. og 39. mynd).
Þá kemur að grópstöfunum. Þeir eru báðir með gróp eftir endi-
langri annarri hliðinni, sem endar í spori. Á öðrum þeirra er svo
spor með svipuðu lagi og á sporastöfunum gegnt gróphliðinni og
stutt gróp á hinum. Sá síðarnefndi er styttri og er á hvolfi eins og
hann stendur nú í bæjardyragrindinni. Báðir þessir stafir sverja sig
skilyrðislaust í ætt við staf 7 í skála. Þeir eru jafnbreiðir, eins strik-
aðir og með gróp á annarri hlið, sem endar í spori. Eg tel að sporin
hljóti að vera eftir aursyllur tvær, aðra þykka og lága og aðra mjóa
og háa. Þetta fyrirkomulag samsvarar að nokkru leyti umbúnaðin-
um á stöfunum að neðan í Grafarkirkju. Grópið hlýtur að vera eftir
þil, en sylluklofann vantar, sem hlýtur að stafa af því að búið er að
stytta stafina. Hinsvegar er torskýrðara hversvegna þessi umbún-
aður er aðeins öðrumegin (31., 36. og 39. mynd).
Nú skulum við virða fyrir okkur hvað við höfum handbært í hús
af þeim viðum sem strikaðir eru tvöföldu rómönsku kílstriki. Það er
þá fyrst að nefna leifar af ræfri húss, sem gæti hafa verið um 4.80
m á breidd. Ur því eru til gaflsperrubrot sem í hefur verið þil og
skammbiti, og hluti úr honum er til. Enn er að finna annað gafl-
sperrubrot, sem einnig hefur verið þil í, en engin skammbitaför að