Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 59
fornir húsaviðir í hólum
61
sjá. Hann gæti þó hafa verið á þessum leifum áður, séu þær neðri
hluti sperrukjálka. Þá eru í þriðja lagi sperrubútar, sem sýna ao
einhverskonar milligerð hefur verið í þessu húsi en ekki náð nema að
skammbita. 1 fjórða lagi sperrur án þil- eða skammbitaleifa. Sama
er að segja um þær, að skammbiti gæti hafa verið á þeim, sé þetta
neðri hluti sperrukjálka. I fimmta lagi langbönd, sem legið hafa í
sporum á þessum sperrum og sýna að húsið hefur verið a.m.k. 4.30
m að lengd. 1 sjötta lagi reisisúðfjöl ein, sem hlýtur að hafa átt sér
sinn stað ofan á langböndum.
tJr neðri hluta hússins eru til þiljur, bitar tveir, og þrír stafir.
Auk þess eru bútar sem ekki er hægt að segja til um hvaðan eru
komnir.
Óneitaniega er margt sem mælir með því að þessir viðir séu úr
torfkirkjum I og II. Áætluð breidd þess húss sem þeir eru úr getur
komið heim og saman við breidd þeirra, í því hafa verið skammbitar
á sperrum, líkt og í torfkirkjunum báðum, strikað standþil, digrir
hornstafir o.s.frv.
Tvennt er það þó sem mælir gegn þessu. I fyrsta lagi langböndin.
I öllum vísitasíum er getið um súð í rjáfri beggja kirknanna og ekki
minnst á langbönd. Að mínum dómi merkir sú8 lárétt borð sköruð á
sperrum. Nú er augljóst mál að á húsi því sem leifarnar eru af í eld-
húsi og búri, hefur verið reisifjöl á langböndum. Hér gæti fernt kom-
ið til: Að ég misskilji orðið súð, að húsið hafi í einhvern tíma verið
með reisifjöl en seinna með skarsúð, að það hafi alls ekki verið
kirkja eða þá önnur kirkja en sú sem í Hólum stóð.
I öðru lagi er það svo þilið sem einungis hefur náð upp að skamm-
bita. Við fyrstu sýn virðist það hljóta að hafa verið inniskilrúm í
kirkju, milli kórs og framkirkju eins og svo mörg dæmi eru um.
Hinsvegar geta vísitasíur aldrei um slíkt milliþil yfir kórbita í Hóla-
kirkjum.
Hér er úr vöndu að ráða, eins og oft vill verða í fornfræðum. Af
öllum þeim atriðum, sem talin hafa verið rökstyðja kirkjuhugmynd-
ina, hvort sem sú kirkja hefur staðið í Hólum eða annarsstaðar, og
þau eru vissulega mörg og þýðingarmikil, tel ég þó eitt mikilvægast,
en það er áætluð breidd hússins. Skálinn í Hólum, sem hlýtur sam-
kvæmt landsvenju að vera breiðasta hús bæjarins, í sjálfu sér mjög
stórt hús miðað við aðstæður, er 3.52 m innan syllna, en sperrurnar
í eldhúsi og búri hafa hæglega getað spannað 4.84 m breitt hús. Sam-
kvæmt reynslu minni af öðrum kirkjustöðum tel ég fráleitt að ætla
annað en svo breitt hús hafi verið kirkja.