Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 70

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 70
72 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS gjört hvað jeg hefi getað, og- bið þig svo að fyrirgefa ófullkomleg- leikana á öllu saman! Jeg vil aðeins vona, að uppdrátturinn sje hjer umbil rjettur. Jeg ætla að vona, að þú prýðir þjóðvinafjelagsalmanakið að ári með eins fallegri sögu og stúlku, og henni Helgu Grímsbakkasól, en, í öllum bænum, láttu ekki aðra eins kéllingarskessu koma í því aptur; það væri ekki af vegi að það væri heldur piltur! Úr því að efnið er á enda, en ekki miða greyið alveg, þá verð jeg nú að gjörast rhetor til að fylla hann alveg, því ekki er gott að senda tómt brjef svona langa leið, borga samt fullt undir það! 1 fyrra haust, þá er María systir þín andaðist, gjörði jeg kvæði, sem að jeg las upp í veizlunni, og var það oi*t eins og önnur venju- leg eptirmæli, nema kannské með annarlegum blæ, sem sumir eru að segja, að kvæðin mín hafi. Jeg gjöri ráð fyrir því, að þú hafir ekki sjeð það, og hafi svo ekki verið, þá lætur þú mig vita í næsta brjefi hvort þig langar til að sjá það. Það getur þá verið að jeg hafi einhver ráð með að senda þjer það. Það er annars ekki svo að skilja, að mjer þyki kvæðið það dýrindisdjásn, að jeg sendi það til að koma mjer og því á loft, t.a.m. eins og Símon Dalaleirskáld gjörir, heldur gjörði jeg það í góðri og dramblausri meiningu, að reyna hvað í mínu valdi stóð að heiðra minning hinnar látnu vinu. Jeg er að vonast eptir brjefi frá þjer þegar jeg er kominn í höf- uðstað svalls og vísinda, svo að jeg fái að vita, hvernig þjer hefir líkað verk mitt. Blessaður, láttu það þá vera fullt af góðum ráð- um, sem að mjer megi duga innanum alla leynikróka skólalífsins og Reykjavíkur lífsins. Það væri vel gjört af þjer vinur, ef að þú kæmist eptir fyrir mig, hvort að ,,Paris Mysterier efter Evgene Sué 8 Dele“ fást ekki með allgóðu niðursettu verði, og ljetir mig þá vita það því mjer er í huga með tímanum að ná í þær. Jeg held þjer fari nú að leiðast úr mjer vaðallinn. Jæja, jeg bið þjer þá allr- ar hamingju á hinum útlendu slóðum, og óska þjer farsællar heim- komu á sínum tíma til hinnar elskuðu, köldu fósturfoldar vinur þinn Jónas Jónasson. Frásögn Kr. Kálunds af Flatatunguf jölunum og Bjarnastaðahlíð- arfjölunum hefur gegnt mikilvægu hlutverki í rannsókn myndskurð- arins á þeim. Kálund segir að það sé sögn manna að myndskornar fjalir úr skála sem staðið hafi í Flatatungu hafi borist til Bjarna- staðahlíðar. Segir Kálund svo frá þessu í meginmáli hinna prentuðu Islandslýsingardraga sinna, og er frásögn hans nær samhljóða í dag-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.