Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 70
72
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
gjört hvað jeg hefi getað, og- bið þig svo að fyrirgefa ófullkomleg-
leikana á öllu saman! Jeg vil aðeins vona, að uppdrátturinn sje
hjer umbil rjettur.
Jeg ætla að vona, að þú prýðir þjóðvinafjelagsalmanakið að ári
með eins fallegri sögu og stúlku, og henni Helgu Grímsbakkasól,
en, í öllum bænum, láttu ekki aðra eins kéllingarskessu koma í því
aptur; það væri ekki af vegi að það væri heldur piltur!
Úr því að efnið er á enda, en ekki miða greyið alveg, þá verð
jeg nú að gjörast rhetor til að fylla hann alveg, því ekki er gott
að senda tómt brjef svona langa leið, borga samt fullt undir það!
1 fyrra haust, þá er María systir þín andaðist, gjörði jeg kvæði,
sem að jeg las upp í veizlunni, og var það oi*t eins og önnur venju-
leg eptirmæli, nema kannské með annarlegum blæ, sem sumir eru
að segja, að kvæðin mín hafi. Jeg gjöri ráð fyrir því, að þú hafir
ekki sjeð það, og hafi svo ekki verið, þá lætur þú mig vita í næsta
brjefi hvort þig langar til að sjá það. Það getur þá verið að jeg
hafi einhver ráð með að senda þjer það. Það er annars ekki svo að
skilja, að mjer þyki kvæðið það dýrindisdjásn, að jeg sendi það til
að koma mjer og því á loft, t.a.m. eins og Símon Dalaleirskáld
gjörir, heldur gjörði jeg það í góðri og dramblausri meiningu, að
reyna hvað í mínu valdi stóð að heiðra minning hinnar látnu vinu.
Jeg er að vonast eptir brjefi frá þjer þegar jeg er kominn í höf-
uðstað svalls og vísinda, svo að jeg fái að vita, hvernig þjer hefir
líkað verk mitt. Blessaður, láttu það þá vera fullt af góðum ráð-
um, sem að mjer megi duga innanum alla leynikróka skólalífsins
og Reykjavíkur lífsins. Það væri vel gjört af þjer vinur, ef að þú
kæmist eptir fyrir mig, hvort að ,,Paris Mysterier efter Evgene
Sué 8 Dele“ fást ekki með allgóðu niðursettu verði, og ljetir mig
þá vita það því mjer er í huga með tímanum að ná í þær. Jeg held
þjer fari nú að leiðast úr mjer vaðallinn. Jæja, jeg bið þjer þá allr-
ar hamingju á hinum útlendu slóðum, og óska þjer farsællar heim-
komu á sínum tíma til hinnar elskuðu, köldu fósturfoldar
vinur þinn Jónas Jónasson.
Frásögn Kr. Kálunds af Flatatunguf jölunum og Bjarnastaðahlíð-
arfjölunum hefur gegnt mikilvægu hlutverki í rannsókn myndskurð-
arins á þeim. Kálund segir að það sé sögn manna að myndskornar
fjalir úr skála sem staðið hafi í Flatatungu hafi borist til Bjarna-
staðahlíðar. Segir Kálund svo frá þessu í meginmáli hinna prentuðu
Islandslýsingardraga sinna, og er frásögn hans nær samhljóða í dag-