Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Síða 82
84
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
um leg-siein Páls, að hann er ekki gerður fyrr en nokkru (en þó lík-
lega skömmu) eftir andlát hans. Margir hafa veitt legsteini Páls at-
hygli og minnst á hann í ritum, en mér vitanlega hefur enginn reynt
að gera sér grein fyrir hvar í flokk honum skuli skipa eða hver mnni
hugsanlega vera steinsmiður sá sem hann úthjó. Það er þó hægur-
inn hjá að komast að þessu, því þó satt sé að steinninn eigi engan
sinn líka á Islandi, er hitt ekki síður satt að hann á marga sína líka
í Danmörku. Til að komast að raun um þetta nægir að fletta hinu
stórmerka riti Chr. Axel Jensens: Danske adelige Gravsten fra Sen-
gotikens og Renaissancens Tid I-III) Kobenhavn 1951—53. Þessi
smágrein er skrifuð til að vekja athygli á þessu.
Áður en lengra er haldið er ekki úr vegi að lýsa legsteini Páls
Stígssonar í helstu atriðum, þótt vitanlega sé honum best lýst á
myndinni sem grein þessari fylgir. Steinninn er sjálfsagt ekki úr
marmara þó að svo hafi oft verið sagt, heldur úr hvítleitum gotlensk-
um kalksteini eins og þorri legsteina af hans ætt og frá hans tíma
í Danmörku. Gotland var þá hluti af danska ríkinu. Þykkt legsteins-
hellunnar er 15 cm, hæð hennar eða lengd 197 cm og breiddin 131 cm.
Steinninn er nokkuð slitinn og víða eru nú flísar sprengdar upp úr
yfirborði hans, enda hefur lengi verið á honum traðkað á kirkju-
gólfinu. Bót var að skósólar manna voru mjúkir fyrr á tíð, annars
hefði verr farið. Þetta er lýti á listaverkinu, en það stendur þau þó
býsna vel af sér vegna þess hve stórt það er í sniðum. Og engin smá-
atriði fara með öllu forgörðum af þessum sökum.
Skipta má verkinu á steininum í tvennt: Allan meginhluta steins-
ins með miklu upphleyptu mvndverki, og neðst afmarkaðan sléttan
flöt sem á er áletrun með innhöggnu letri. Við byrjum á efri part-
inum.
Myndverkinu má lýsa á þessa leið: Á miðjum steinfletinum er
mynd (eða ímynd) hins látna aðalsmanns, og er hann sýndur stand-
andi í öllum herklæðum. (Oft er bent á þessa rökleysu, að maðurinn
stendur fast í fætur, þó að steinninn að sjálfsögðu eigi að liggja
flatur á gröfinni; hins vegar færi þetta vel ef steinninn ætti að
standa upp á endann, eins og steinn Páls gerir reyndar nú í Bessa-
staðakirkju). Andlitshlíf hjálmsins er dregin upp og sér þá í and-
litið hálfvegis frá hlið, en hökupoki hjálmsins hylur hökuna. Svip-
urinn á andlitinu er frekar grimmúðlegur og stafar það af því að
djúpar holur eru í augnsteina stað. Strikað skegg sést á efrivör. Um
háls og handleggi og brjóst er járnkragi og brynja en á höndum