Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Qupperneq 95
KRISTJÁN ELDJÁRN
FORNMANNSKUML 1 DÆLI I SKÍÐADAL
Árið 1970 var Gunnar Rögnvaldsson, bóndi í Dæli í
Skíðadal, Svarfaðardalshreppi, Eyjafjarðarsýslu, að
vinna við túnsléttun með jarðýtu, þar sem lieita Geld-
ingatóftir í hólunum út og upp frá bænum, líklega um
200 m leið. Þarna voru mörg tóftarbrot og kemur það
heim við Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns
X, bls. 75, þar sem Geldingatóftir eru nefndar og kall-
aðar „girðing með nokkrum tóftarbrotum". Ekki var
þá talið líklegt að þarna hefði verið byggt ból. Seinna
hafa menn þó farið að gera því skó, en þegar ýtt var
brotunum sáust þar ekki mannvistarmerki, svo sem
aska og þess háttar. Er þá ef til vill líklegast að nafnið
Geldingatóftir bendi til rétts eðlis tóftarbrotanna, að
þar hafi sauðahús verið.
En annað merkilegt kom í ]jós þegar farið var að
jafna úr ýturuðningnum, þótt ekki væri eftir því tekið
meðan ýtt var. Það voru lirosstennur nokkrar og fleiri
hrossbein, sem komið höfðu úr ýtufari, og þegar að var
gáð og eftir leitað fundust þarna nokkrar mannstennur,
enn fremur heill prjónn úr hvalbeini og brot úr einum
eða jafnvel tveimur öðrum sams konar. Heila prjón-
inum var haldið til haga og er hann nú í Þjóðminjasafni, skráður
þar 31.10. 1977.
Ekki reyndist unnt að ákveða nánar hvar kumlið hefur verið, en
einhvers staðar á sama hól og Geldingatóftirnar hefur maður verið
heygður í heiðnum sið. Eins og fornleifafundinn bar að er þess ekki
að vænta, að hann veiti miklar upplýsingar um greftrunarsiði, nema
hvað þarna hefur að vanda verið heygður hestur með manninum, og
beinprjónninn er góður hlutur og segir sína sögu.
Prjónninn er 9.5 cm að lengd, gerður úr hvalbeini (eða rostungs-
tönn?) sívalur og vel fægður, óskemmdur með öllu. Efst á honum er
7