Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 98
100
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þeirra. Síðan voru vörpin saumuð saman með sterkum þveng, en það
sem var undir iljunum, varð nú vörp. Þegar búið var að gera skóna
þannig á ný, voru tekin vörp af ónýtum skóræflum. Þau voru höfð í
lcilina á skóna, hér um bil 1*4—2 þml. á breidd. Voru þeir saumaðir
yfir samsetninguna eftir miðri ilinni með sterkum þveng eða hval-
seymi og nálinni stungið í hálft í kjölnum. Þurfti helst að hafa al til
þess. Þessir kjöluðu skór gátu enst nokkuð með því að nota þá á
sléttlendi, en saumarnir undir iljunum vildu bila, ei °-engið var á
þeim í fjöllum."
Guðmundur Þórarinsson ættaður af utanverðu Snæfellsnesi skrif-
aði Orðabókinni á þessa leið í desember 1965:
„Þegar leðurskór voru farnir að þynnast, voru þeir ristir eftir
endilöngu og vörpin, sem áður voru, lögð saman og látið miðseymi á
milli og svo saumað eins og skinnbrók, en tekið eins tæpt í sauminn
og hægt var. Og á þessu gengum við strákarnir, en þetta voru kjalaöir
skór.“
Svo sem sjá má, ber þeim Hjalta og Guðmundi á milli um eitt
mikilsvert atriði, Guðmundur lýsir því að miðseymi hafi verið haft
í kjalsauminn, en Hjalti greinir frá skinnræmu, sem saumuð er yfir
sauminn langsum eftir ilinni og nefnir hana kjöl. Ætla má að mið-
seymið sé upprunalegra við þessa skógerð.
„Kjalaðir" skór voru til skamms tíma notaðir í Færeyjum og
nefndust þar klássur. Sverri Dahl fornleifafræðingur minnist þeirra
í ritgerð sinni Föroyskur fótbúni í tímaritinu Varðin 1951 á þessa
leið:
„Var skógvur so nógv slitin at ikki bataði longur skóklútur, varð
hann klássaður, tað vóru tó mest húðarskógvar ið klássaðir vórðu.
At skógvur verður klássaður merkir at hann verður vendur so at
tað, ið oman á var og óslitið er, verður vent niður og seymað saman,
so at gingið verður á hesum seymi; húðarskógvarbotnurin kemur so
upp, verður uppskorin og æsir í skornar. Byrjað verður við at spretta
hælin og tánna; æsirnar og öll seymingarhol skorin burtur og alt væl
snöggað, so vórðu húðálir lagdar ímillum í skurðin. fyri at seymurin
kundi vera so breiður sum möguligt og verða betri at ganga á og fyrir
leka og nú varð klássað. Eisini kundi verða lögd ál uttan hvörjumegin
til at verja tráðin. Klássað mátti verða við einum tráði, ið varð drigin
ígjögnum við trístrendari nál og byrjað varð at seyma við hælin.
Botnurin varð skorin upp og seymað og rykt oman á tánna sum
á húðarskógvi og æsir ískornar.
At klássa við varð fyrr altíð og ofta enn nýtt ikki nál, men slcósýl