Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 99
KJALAÐIR SKÓR
101
og grindastrengir í soyrni t.e. bleytu sinarnar í hamarskjöli ið raktar
vórðu til soyma. Men av tí at soymin var argur at rota og leka, varð
lagt við hann togtráður ella annar ulltráður, tá helt betur og var tætt-
ari og um knútarnar varð vundin ullardoddur, so knúturin skuldi
ikki glíða.
Ölagaligt var í fyrstuni at ganga á klássum, men skjótt lagaðu tær
seg; tað ið umráddi, var at skóðið var nýtt út í æsir. — Ja ofta vóru
teir heldur ikki noygdir við at klássa eina ferð men klássuðu aðra
ferð og viðhvört triðju ferð. — Aðra ferð (og triðju ferð) vórðu lið-
irnir skornir upp til íferð og klássað á vanligan hátt.
Menn nýttu klássar serliga, tá ið teir bóru töð, veltu og annaðslíkt.
Fóru teir á fjall, vildu summir helst vera í klássum, serliga í bratt-
lendi, men summir vilja heldur hava passliga slitnar húðarskógvar."
Klássur getur að líta á Fornminnissavninu í Þórshöfn, an kjalaðir
húðarskór munu nú hvergi til á Islandi. Lýsing Sverre Dahl er hin
merkasta til samanburðar við íslenska skógerð.
Fleiri föng má fram færa varðandi kjalaða skó hér á land', raunar
á öðrum vettvangi og verklag ekki að öllu liið sama. Árið 1022 gaf
Stefán Jónsson á Munkaþverá í Eyjafirði Þjóðminjasafninu jarð-
fundinn skó úr ullardúk. Fékk hann safnnúmer 8688. Matthías Þórð-
arson þjóðminjavörður gerir þessa grein fyrir honum í safnskrá:
,,Skór úr vaðmáli eða raunar annars konar ofnum ullardúk mjög
grófgerðum, sem virðist varla íslenskur. Skórinn hefur verið saum-
aður saman að neðan og um hælinn, einn saumur langsum, en opinn
ofan á ristinni og saumaður þar faJdur á með því að brjóta innaf.
Ósaumað hefur efnið verið skeifunivndað og um 18 cm br. en skeifan
um 28 cm að br. og 1. Dúkurinn er nú rauðbrúnn og með rnold og ösku
í. Undir ilinni eru enn leifar af skán þeirri, sem hefur orðið föst við
hann við ganginn. Saumurinn að neðan er nú allur raknaður eða fú-
inn og hælinn vantar aftanaf. Skór þessi fannst í jörðu á Munka-
Þverá í brunalagi á klausturstöðvunum þar. Ætlar gef. og sennilega
með réttu að það lag og skórinn jafnframt sé frá klausturbrunanum
1429, sbr. Annála 1400—1800, I. 26."
Lýsing Matthíasar ber það greinilega með sér að þetta er náinn
ættingi kjöluðu skónna. Gestir Þjóðminjasafnsins hafa lengi getað
virt Munkaþverárskóinn fyrir sér í sýningarskáp í miðaldadeild Þjóð-
uiinjasafnsins. Athugun á honum leiðir í ljós að hann er úr vaðmáli
og engin ástæða er til annars en að ætla að efnið sé ofið hér á landi.
Sumir hafa gert því skóna að hér sé fundinn inniskór Þverármunka
og ekkert mælir á móti því að einhver þeirra kunni að hafa borið