Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 108

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 108
110 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS nafnið Oxaöalur er að austara rekamarkið, Uxárós hinn forni, er hið sama bæði 1455 og 1525. Austur á Sandi íellur engin á til sjávar, — að frátekinni Svarfaðardalsá sjálfri, sem ekki kemur til greina í þessu sambandi (sbr. 10. nmgr.) — önnur en Hálsá, sem hlýtur því að hafa heitið Uxá áður fyrr og a.m.k. til loka miðalda. Rekamarkið hefur þá verið miðað við gamlan farveg eða ós hennar, sem verið hefur sérstakur eins og oft hefur átt sér stað og áður er frá greint, fastur punktur við að miða þótt áin sjálf hlypi út undan sér. Oxaá (Uxá) hefur komið úr Oxadal (Uxadal), þ.e. Hálsdal/Hamarsdal. 4 Vonandi verður þessi niðurstaða talin nærri réttu lagi. En þá má ekki gleyma Hávarði Isfirðingi og sögu hans. Hávarðarsaga er talin skrifuð á fyrri hluta 14. aldar og þá sennilega eftir munnlegri upp- rifjun miklu eldri og fullkomnari gerðar sem til hefur verið eins og berlega sést af Sturlubók Landnámu. Sagan gerist við Isafjarðardjúp, þar sem eru heimahagar Hávarðar, en honum er gert að hverfa þaðan á gamals aldri, og síðan segir sagan:15 Svá er sagt frá Hávarði, at hann selr eignir sínar, en þau ráðaz norðr til Svarfaðardals ok upp í dal þann, er Oxadalr heitir, ok reisir þar bústað sinn, ok bjuggu þar npkkura vetr, ok kallaði Hávarðr þenna bæ á Hávarðsstoðum. Síðan segir sagan að Hávarður færi til Noregs, tæki kristni, kæmi síðan aftur og reisti þá bú í neðanverðum Þorvaldsdal, sem reyndar er kallaður Þórhallsdalur í sögunni. Allt er þetta skelfing ágripskennt og venjubundið, en ekki verður því neitað að þarna er þó að baki nokkur staðþekking þess sem á fjöðrinni heldur, þótt hitt sé orðum aukið að sú staðþekking sé alveg sérstaklega heimagróin. Merkast er einfaldlega það, að þarna er gert ráð fyrir að einn af hliðardölum Svarfaðardals heiti Oxadalr og heimildin virðist áreiðanlega óháð þeim sem áður er greint frá í allt öðrum samböndum. Kálund, sem síðar vildi ekki þiggja leiðrétting- una Oxadalr í Sturlungu, segir í Islandslýsingu sinni um Oxadal Há- varðarsögu að „sandsynligvis har en af sidedalene fra Skidadal været benævnt sáledes.“1G Séra Páll Jónsson á Völlum hefur svo enn bætt um þetta fyrir honum eins og fram kemur í viðaukum og leiðrétting- um bókarinnar: „Efter hvad pastor P. Jonsson meddeler, má denne
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.