Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Síða 108
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
nafnið Oxaöalur er að austara rekamarkið, Uxárós hinn forni, er hið
sama bæði 1455 og 1525. Austur á Sandi íellur engin á til sjávar, —
að frátekinni Svarfaðardalsá sjálfri, sem ekki kemur til greina í
þessu sambandi (sbr. 10. nmgr.) — önnur en Hálsá, sem hlýtur því að
hafa heitið Uxá áður fyrr og a.m.k. til loka miðalda. Rekamarkið
hefur þá verið miðað við gamlan farveg eða ós hennar, sem verið
hefur sérstakur eins og oft hefur átt sér stað og áður er frá greint,
fastur punktur við að miða þótt áin sjálf hlypi út undan sér. Oxaá
(Uxá) hefur komið úr Oxadal (Uxadal), þ.e. Hálsdal/Hamarsdal.
4
Vonandi verður þessi niðurstaða talin nærri réttu lagi. En þá má
ekki gleyma Hávarði Isfirðingi og sögu hans. Hávarðarsaga er talin
skrifuð á fyrri hluta 14. aldar og þá sennilega eftir munnlegri upp-
rifjun miklu eldri og fullkomnari gerðar sem til hefur verið eins og
berlega sést af Sturlubók Landnámu. Sagan gerist við Isafjarðardjúp,
þar sem eru heimahagar Hávarðar, en honum er gert að hverfa þaðan
á gamals aldri, og síðan segir sagan:15
Svá er sagt frá Hávarði, at hann selr eignir sínar, en þau ráðaz
norðr til Svarfaðardals ok upp í dal þann, er Oxadalr heitir, ok
reisir þar bústað sinn, ok bjuggu þar npkkura vetr, ok kallaði
Hávarðr þenna bæ á Hávarðsstoðum.
Síðan segir sagan að Hávarður færi til Noregs, tæki kristni, kæmi
síðan aftur og reisti þá bú í neðanverðum Þorvaldsdal, sem reyndar
er kallaður Þórhallsdalur í sögunni.
Allt er þetta skelfing ágripskennt og venjubundið, en ekki verður
því neitað að þarna er þó að baki nokkur staðþekking þess sem á
fjöðrinni heldur, þótt hitt sé orðum aukið að sú staðþekking sé alveg
sérstaklega heimagróin. Merkast er einfaldlega það, að þarna er gert
ráð fyrir að einn af hliðardölum Svarfaðardals heiti Oxadalr og
heimildin virðist áreiðanlega óháð þeim sem áður er greint frá í allt
öðrum samböndum. Kálund, sem síðar vildi ekki þiggja leiðrétting-
una Oxadalr í Sturlungu, segir í Islandslýsingu sinni um Oxadal Há-
varðarsögu að „sandsynligvis har en af sidedalene fra Skidadal været
benævnt sáledes.“1G Séra Páll Jónsson á Völlum hefur svo enn bætt
um þetta fyrir honum eins og fram kemur í viðaukum og leiðrétting-
um bókarinnar: „Efter hvad pastor P. Jonsson meddeler, má denne