Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 115

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 115
SAGA HESTALÆKNINGA Á ÍSLANDI 117 dóma, 25 um næma sjúkdóma, 26—29 um sjúkdóina á liófum og limum, 30—31 um taugakvilla. Þar við bætast svo fjórir kaflar (32—35) um þjóðtrú tengda frjósemi, fósturlát, fangvörn og gæðingsefni, og tveir kaflar (36—37), sem kall- aðir eru Nærfærnir menn og sjálflærðir lækningamenn, og Dýralæknar og vand- ræði þeirra — með öðrum orðum sögulegt yfirlit yfir starfsemi þeirra manna er fengust við hestalækningar. Svo kemur Niðurlag, þar sem dæmin eru dregin saman og reynt að lýsa sérstöðu og séreinkennum íslenskra hestalækninga. Loks- ins er Heimildaskrá, Atriðaskrá og Skrá um mannar.öfn. Niðurskipun efnisins finnst mér vera sérstaklega skýr og rökrétt. Enginn þarf að efast um, hvar í bókinni hann á að fletta til þess að finna þær upp- lýsingar sem hann kann að óska að finna. Aðeins er slæmt að efniságrip á al- þjóðamáli vantar þar sem efni bókarinnar, eins og ég mun víkja að síðar, kem- ur mörgum við sem ekki geta lesið íslenska tungu. Ég bef að siálfsögðu ekki lagt á mig að bera bann aragrúa af tilvitnunum, sem í bókinni eru, saman við frumritin. Prentun og prófarkalestur hljóta að hafa verið mjög erfið, þar sem vitnað er ekki aðeins í nútíma íslensku, sænsku, norsku, dönsku, þýsku og fleiri mál, heldur einnig í mállýskutexta og í texta á eldri stigum þessara mála. Þó virðist yfirleitt tiltölulega vel með tilvitnanir farið. Þar sem ég er Svíi, er ég samt ef til vill skyldugur að benda á nokkrar villur í sænsku tilvitnunum. Á bls. 303 neðanmálsgrein 6, í annarri línu að neðan, á sjálfsagt að lesa taga ekki taka og dá ekki da; bls. 302 neðanmálsgrein 1, Sveriges första ekki förste veterinárer; samskonar villa, e í staðinn fyrir a, kem- ur fyrir á bls. 239, neðanmálsgrein 6, les uppblandad í staðinn fyrir uppblanded, og á nokkrum öðrum stöðum. Þetta gerir að vísu ekki mikið til, en við Svíar erum montnir af því að hafa önnur sérhljóð heldur en e í áherslulausum atkvæð- um. Á nokkrum stöðum eru villur í mannanöfnum: Sænski fræðimaðurinn Ham- marstedt er alls staðai' kallaður Hammerstedt, og norski fræðimaðurinn Aslak Liestol er nokkrum sinnum kallaður Liestol. Slíkt virðist þó sjaldgæft. Flestar prentvillur eru í smáu letri í neðanmálsgreinum. Ekki hef ég rekist á neitt sem máli skiftir fyrir skilning' textans. En nú er mál að snúa okkur að atriðum er meira máli skifta. Fyrst hef ég í huga að ræða um efnivið og efnisviðaröflun. Aðalheimildir ritsins eru auðvitað íslenskar. Ritið er sögulegt að því leyti, að markmið höfundar hefur verið að halda til haga öllu viðvíkjandi hestalækn- ingum frá upphafi íslandsbyggðar fram til okkar daga. Þó eru, eins og hann segir, „ritaðar heimildir um alþýðlegar hestalækningar á íslandi tiltölulega fáar og að mörgu leyti ófullnægjandi, einkum kennir þar fárra grasa fram á ofan- verða 18. öld.“ Hitt er bó augljóst mál að höfundur hefur farið yfir mikið efni og gert sér mat úr öllu sem er einhvers virði í fornritum, eldri annálum, lækn- ingaritum miðalda, handritum 17. aldar, sýslulýsingum og ferðasögum 18. aldar og fleiri ritum. Á 19. öld og áfram koma líka þjóðsagnasöfn til skjalanna. Þótt aðeins fátt eitt af kreddum og þjóðtrúarhugmyndum, og ekkert um skynsamlegar alþýðu- lækningar á hrossum, sé að finna í þeim, hefur allt verið kannað af mikilli gaumgæfni. Ilöfundur fékkst við þessar rannsóknir þegar á Svíþjóðarárum sín-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.