Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 117

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 117
SAGA HESTALÆKNINGA Á ÍSLANDI 119 Þá er enn ógetið svara við 23. spurningaskrá er send var út á vegum Þjóðháttaskráningar Þjóðminjasafnsins í apríl 1971. Þau svör, 56 að tölu, eru ■— jafnhliða viðtölum Housers — einna mikilvægust þeirra heimilda er notaðar liafa verið í bókinni. Árangurinn af viðtölunum og spurningaskránni má kalla furðulega góðan. Enginn vafi leikur á, að þeir alþýðumenn og konur nærri því alstaðar að af landinu, er gefið hafa þessi svör, hafa haft eins mikirm áhuga fyrir efninu og Houser sjálfur, og að mörgu sem annars mundi hafa farið for- görðum hefur verið bjargað. Þetta sýnir, að þó að komið sé að síðasta forvaði er það ekki of seint. Þeir íslendingar sem kunna að meta menningararf sinn ættu að hafa opin augu fyrir því, að það sem gildir um hestalækningar gildir einnig um önnur efni, svo hundruðum og þúsundum skiftir, og sjá um að þjóðfræða- og þjóðsagnasöfnun komist á fastari fætur hér á landi en hingað til hefur verið. Líta verður á, að það er að miklu leyti þjóðin sjálf sem hefur gert höfundi kleift að skrifa þessa bók. Aldrei verður of vel þakkað þeim sveitamönnum sem af góðum vilja og borgunarlaust hafa miðlað þekkingu sinni. Margir hafa óskað þess að nafn síns verði ógetið. Þar sem frumregla í þjóðfræði er að hlíta ósk- um heimildarmanna, vitnar doktorsefnið aðeins í heimkynni þeirra og fæðingar- ár, t.d. „Eftir sögn Skagfirðings f. 1894, þótti mjög til bóta að setja blöðkur á sjónhræddan hest.“ Atvinnu heimildaimanna er þó líka oft getið, a. m. k. ef þeir hafa stundað annað en búskap, og einnig er sérstaklega tekið fram þegar heimildarmenn eru konur. Þær upplýsingar sem mestu máli skifta til þess að átta sig á aldri, útbreiðslu og heimildargildi svaranna eru því á strangvísinda- legan hátt gefnar í hvert skifti, sem rætt er um sérstök atriði. Nöfn og heimilis- föng heimildarmanna eru einnig í frumheimildunum, og höfundur hefur átt við- töl við 12 þeirra manna er svöruðu spurningalistanum. Enginn vafi leikur á að doktorsefnið er orðinn sannkallaður þjóðfræðingur á þann hátt að kunna að meta þekkingu og áhuga heimildarmanna og að hann hefur kostað kapps að gera rit sitt þannig úr garði að það yrði þeim til sóma. Að árangurinn við öflun nýs efnis er orðinn eins góður og raun er á byggist líka að miklu leyti á framsetningu og skipulagi spurningaskrárinnar. Það er mér reyndar ekki alveg ljóst hvort dolctorsefnið hefur átt nokkurn þátt í samn- higu hennar eða ekki. Sagt er á bls. X: „Þór Magnússon, þjóðminjavörður, og Árai Bjórnsson, forstjóri þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins, hafa veitt mér dýrmæta hjálp við rannsóknir mínar. Að beiðni Árna bjó Þórður Tómasson, hyggðasafnvörður ... til spurningalista um rannsóknarefni mitt.“ Eðlilegast virðist að skilja þetta þannig að spurningaskráin sé að mestu eða öllu leyti verk Þórðar. Hvernig sem þessu er háttað, skilur hver maður sem hefur fengist við spurningaskrár þjóðfræöilegs efnis að þessi skrá er sérstaklega vandlega og vel samin. Einnig er það rétt og nauðsynlegt að spurningaskráin sé birt í heilu lagi, svo að hver maður geti áttað sig fyllilega á um hvað hefur verið spurt og hvernig. Þó finnst mér að réttara hefði verið að prenta spurningaskrána í lok bókarinnar, fyrir framan heimildaskrá, bls. 314 t. d., heldur en þar sem hún 11 ú er, bls. XV og áfr. Þar sem hún er nú, kemur hún dálítið eins og fjandinn úr sauðarleggnum. Fyrirsögn spurningaskrárinnar lítur í fljótu bragði út sem dagsetning á formáianum. Einnig væri ef til vill ekki úr vegi að skýra mönnum er ekki kunna tok á rannsóknarbrögðum þjóðfræðinga ögn nánar frá því heldur en gert liefur verið, hvers vegna spurningaskráin er birt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.