Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Qupperneq 119
SAGA HESTALÆKNINGA Á ÍSLANDI
121
lensk ráð; stundum er þeim skift í ráð úr þjóðtrú og ráð af öðrum toga. Þar
sem heimildir leyfa er reynt að rekja að hve miklu leyti slík ráð eru staðbundin,
og einnig hvenær þau hafi komið til og hvenær þau hafi lagst niður. Að jafnaði
fjallar svo höfundur sérstaklega um alþýðleg ráð á Norðurlöndum og sýnir fram
á það sem er sameiginlegt og ólíkt þar og á Islandi, og þær ástæður sem kunna
að vera til þess. Stundum hafa hestar og aðrar skepnur, og jafnvel menn, þjáðst
af sömu sjúkdómum og kvillum, og ráðin við þeim hafa verið hin sömu eða
sams konar. 1 þessurn tilfellum víkkar höfundur oft samanburðinn, þó hann
hafi sjálfsagt þurft að stilla slíku í hóf.
Af þessum vinnuaðferðum leiðir að hver kafli myndar sjálfstæða heild, og
þær niðurstöður sem dregnar verða í hvert skifti hafa sérstakt gildi. Rókin er
því orðin hið þarfasta uppsláttarverk.
Auðvitað eru hér ekki tök á að ræða nema fáein atriði.
Almennt má segja að höfundur reyni oft að sanna, að margt sem hefur verið
talið þjóðtrú án undirstöðu í heimi veruleikans, hafi við reynsluvit að styðjast.
Dæmi um þetta er sú hugmynd íslenskra bænda að fylfull meri myndi láta fyl-
inu, væn henni gefið fjósmoð (bls. 273). Houser telur að slíkt geti átt sér
stað og stæði í sambandi við geril (Bac. listeriosis) sem vex í skemmdu heyi.
Um þetta hefur hann skrifað grein í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1971.
Þar sem hrossasótt var læknuð með því að ríða hestinum sprett (bls. 57) og það
er líka tiltekið að best væri að láta óspjallaða mey ríða hestinum eina bæjarleið,
eða þrjá hringi berbakt kringum hæinn, hendir höfundur á að ráðið sé skyn-
samlegt að því leyti að gott sé fyrir hesta sem þjást af hrossasótt að hreyfa
sig, en ekki að hera of þunga hyrði eða fara of langt. Svona mætti lengi áfram
telja, en þessi dæmi verða að nægja. Athugasemdir af þessu tagi eru mikil-
vægar ef þær eru réttar. Sjálfur efast ég ekki um að svo sé oft, en þetta eru
einmitt atriði sem dýralæknar þurfa að leggja dóm á .
1 skýringu á mismun miili lækningaráða og tíðni ýmissa sjúkdóma á Islandi
og á Norðurlöndum sýnir Houser mikla nærfærni. Það sem skýrir sérstöðu ís-
lenskra hc-stasjúkdóma og hestalækninga er meðal annars kyn íslenska hestsins
— á íslandi er eins og kunnugt er aðeins um eitt hestakyn að ræða — veðrátta
og önnur landfræðileg og liffræðiieg einkenni landsins, sem mynda góðan jarð-
veg fyrir ákveðna sjúkdóma en hamla gegn öðrum, hirðing eða vanhirða hest-
anna (útigangur o.fl.), notkun íslenskra hesta sem reiðskjóta og áburðarhesta
fremur en dráttardýra, efni og gerð þeirra reiðtygja sem notuð hafa verið á Is-
landi o.s.frv. Hér í þessum meginköflum bókarinnar reynir Houser siður en
svo að einfaida fyrir sér málið, heldur bera skýringar hans vott um marg-
breytni og hugmyndaafl.
Auðvitað er það sú staðreynd að margt á Islandi er líkt því sem gerist í öðrum
löndum, að því viðbættu að við kunnum góð skil á þeim sögulegu, þjóðfélagslegu,
landfræðilegu og lífeðlislegu ástæðum sem mismunur kann að stafa af, sem
gerir Island svo mikilvægt fyrir þjóðfræðinga — og ég gæti líka trúað fyrir
dýralækna og lækna. Iiér er slík þekking, eins og eðlilegt er, að mestu leyti
notuð til þess að skýra sérstöðu íslenskra hestalækninga, en sjálfsagt er einnig
unnt að snúa þessu við til þess að skilja sérstöðu Norðurlanda. Ef fleiri menn
skildu hvað í þessum samanburði býr — og það getur ekki dulist mönum er
Jesa ritgerð Housers —- myndi að minnsta kosti hver þjóðfræðingur skilja, að
það er þess virði að leggja á sig að læra íslensku!