Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 122

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 122
124 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS haft neitt að segja í viðtölnm við Houser um særingar, þótt hann hafi innt fólk sérstaklega eftir þeim, er ekki mikið að marka. Oft þarf jafnvel leiknasti þjóð- fræðasafnari að þekkja menn árum saman áður en þeir láta slíkt efni í té. Svo er nú líka hitt, að oft má deila um hvað skynsamlegt sé og hvað ekki. Við getum nefnt öll þau ráð, sem notuð hafa verið meðal alþýðu í því skyni að lækna hesta, Jijóðlep ráð. Þjóðtrúarráð eru þá líka að sjálfsögðu þjóðleg ráð. Unnt væri ef tiJ vill að skilgreina þjóðtrúarráð frá skynsamlegum þjóðráðum á þann hátt að flokka meðal þjóðtrúarráða þau ráð sem ekkert virkt efni eða virk að- ferð er í fólgin. En í fyrsta lagr er ekki alltaf unnt að vita hvað virkt er. Dokt- orsefni hefur sjálfur sýnt fram á að sumt sem menn hafa haldið „hjátrúarkyns" getur haft holl áhrif. Líka getur það sem áhrif hefur og það sem engin áhrif hefur, blandast saman í sömu aðferð eða meðulum. Reynslan hefir sýnt að aðferðin eða meðalið er virkt, og þá er ekki óskynsamlegt að halda áfram að nota það jafnvel þó ekki sé vitað hver virki þátturinn er. Svo er einnig hitt að við vitum vel frá lækningum á mönnum að jafnvel meðul sem engin virk efni hafa inni að haida geta læknað. Ef helmingi hóps sjúklinga eru gefnar sykur- pillur eða því um líkt af lækni, og við hina er ekkert gert, hatnar þeim er gefnar voru sykurpillurnar fyrr og oftar. Hér er sjálfsagt um sálarfræði að ræða, og erfitt er að átta sig á, í hvaða mæli unnt er að nota slíkt við hesta. Þó tel ég ekki útilokað að það kynni að hafa góð áhrif að leggja galdrastaf við lend hests. Til að forðast misskilning: ég er ekki galdramaður og tek ekki mál- stað galdramanna! En um mörg þjóðtrúarráð gildir að þau eru að minnsta kosti óskaðleg og hera ef t.il vill góðan árangur. Jafnvel þó að þjóðtrúarráð hafi ekki haft nein áhrif á hestinn sem átti að lækna, er það mikilvægt ■— eins og höfundur hendir reyndar á á öðrum stað —- að bau geta samt að minnsta kosti haft góð áhrif á eigenda hans ef hann telur að allt sem unnt er að gera hafi verið gert. Frá sjónarmiði þjóðfræðings er það reyndar eins mikilvægt hvaða áhrif lækningar hafa á þá sem kæra sig um sjúklinginn og hvaða áhrif þær hafa á sjúklinginn sjálfan. En ekki má gera alltof mikið úr góðum áhrifum þjóðtrúarráða. Þess eru einn- ig dæmi að þau hafi stundum inni að halda meðul og aðferðir sem hafa drepið skepnur og valdið fjárhagslegu tjóni og ónauðsynlegum plágum. Þjóðtrúarráðin hafa því haft gott og illt með sér. Að þessu leyti er enginn munur á þjóðtrú og annarri trú. Þess vegna finnst mér ef til vill heldur djúpt í árinni tekið þegar höfundur segir í síðustu málsgrein bókarinnar að saga hesta- lækninga á íslandi sé „saga um viðleitni manna til að halda skilningi og skyn- semi þrátt fyrir áhrif frá þeim illkynjuðu ávöxtum kristindómsins, sem lýstu sér með vígðu vatni og áheitum páfadóms og djöflatrú Lúterstrúarmanna ásamt kenningunni um refsingu guðs, sem breiddist út á dögum Friðriks þriðja.“ Þar sem ég er sjálfur hvorki páfatrúar, Lúterstrúar eða djöflatrúar, móðgast ég engan veginn af þessum orðum. En því trúi ég að eitthvað gott hafi þó páfatrú, Lúterstrú og jafnvel djöflatrú haft með sér! Þó að halda mætti af því sem sagt hefur verið að ég sé hér höfundi mjög ósammála, er það reyndar ekki. Þótt naumast verði sannað á eins óyggjandi hátt og höfundur heldur, að islenskar þjóðlegar hestalækningar séu miklu skyn- samlegri heldur en þjóðlegar hestalækningar á öðrum Norðurlöndum, getur það varla verið tilviljun að svo margt bendir í þá átt. Hér virðist samt vera um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.