Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 142
144
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og mjög misvel eftir landshlutum. Var þá afráðið að framlengja
frestinn til 1. mars 1978 í von um betra úrtak, enda lét nærri að
fjöldi þátttakenda tvöfaldaðist við þá ítrekun. En af nefndum sök-
um á greinargerð um þessa fyrirtekt alla betur heima í skýrslu
fyrir árið 1978.
Dagana 27. júní til 18. júlí dvaldist starfsmaður deildarinnar í
Manitobafylki, Kanada, með styrk frá nefnd utanríkisráðuneytisins,
sem fjallar um aukin samskipti Vestur-lslendinga og fyrirgreiðslu
Þjóðræknisfélags Tslendinga. Fer hér á eftir stutt greinargerð um
kynnisferð þessa, sem afhent var utanríkisráðuneytinu:
„Tilgangurinn með þessari fremur stuttu för var einkum að kanna
með úrtaki, hvort ástæða væri til að hefja rækilega þjóðháttasöfnun
meðal Vestur-lslendinga, en slíkt fyrirtæki er afar tímafrekt, ef það
á að verða annað en kák eitt.
Á þessum tíma heimsótti ég Winnipeg, Selkirk, Gimli, Riverton,
Mikley og Árborg, hitti fjölda Vestur-Tslendinga að máli og kom á
fundi, samkomur og söngæfingar hjá þeim. Allýtarleg samtöl átti ég
við um 30 manns á aldrinum 75—95 ára. Voru þau sumpart tekin á
segulband, en að nokkru punktuð niður.
Niðurstaða þessara athugana varð aðallega tvennskonar:
1) Mjög lítið er orðið eftir af fólki, sem man eftir sér frá Tslandi.
Þeir hinir fáu hafa hinsvegar einatt margt athyglisvert fram að
færa. Minni þeirra er stundum einkennilega skýrt, hvað snertir tíma-
bilið kringum hin miklu umskipti, sem búferlaflutningarnir voru.
Ég nefni sem dæmi Jón Pálsson, 90 ára, sem fór 7 ára gamall vestur
frá Reykjum í Skagafirði, en geymdi þó með sér skýrar þjóðlífs-
myndir úr bernsku. Ég tel það væri gerlegt fyrir 1—2 menn að ná
mikilvægustu upplýsingunum frá þessum tiltölulega fámenna hópi
á nokkrum mánuðum.
2) Hitt er miklu umfangsmeira mál, en virðist ekki síður athyglis-
vert, hvaða þjóðsiði og trú fólk flutti einkum með sér vestur og hvað
var skilið eftir og hversvegna. Hvað af þeim siðum og trú lifði áfram
og hvað dó út eða breyttist frá kynslóð til kynslóðar, hvar, hvenær
og hversvegna.
Eg þóttist geta dregið þá bráðabirgðaályktun af þessum áþreifing-
um, að menn hefðu hneigst til að taka með sér þær venjur og þjóðtrú,
sem góðar voru og gleðilegar, einsog t.d. sumardaginn fyrsta, en
skilja hinar óttablöndnu eftir heima, svosem t.d. Grýlu og drauga, eða
milda þær a.m.k. Er þetta raunar í samræmi við það, að fólkið flutt-
ist burtu í leit að betra lífi, og þá mátti sýnast ástæðulaust að flytja