Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Síða 149
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS 1977
151
sem torfið er mjög illa komið. Var nú gert við stafna og veggi í fram-
bænum. — Stefán rak einnig smiðshöggið á viðgerð Víðimýrarkirkju,
en allt torfverk var endurnýjað sumarið áður.
Mikið verk var unnið í Laufási undir stjórn Magnúsar Snæbjarn-
arsonar, og var nú miðhluti bæjarins endurbyggður. Var verkið
vandað eftir föngum en sama sagan er hér og í Glaumbæ, að torfið
er mjög illa farið. Lauk Matthías Gestsson þá töku kvikmyndar
sinnar um torfverkið og byggingavinnuna.
Á Burstarfelli var lagt loftblásturskerfi í gamla bæinn til þess að
verja hann betur gegn raka, en slíkt kerfi hefur verið í Glaumbæ
um árabil og gefist vel.
Hafist var handa um viðgerð bæjarins á Galtastöðum fram í Hró-
arstungu og sá Gunnlaugur Haraldsson um verkið á vegum Safna-
stofnunar Austurlands, en Þjóðminjasafnið stóð straum af kostnað-
inum. Voru bæjardyr og skemma tekin ofan og torfverkið endurgert.
Verður bærinn síðan endurbyggður algerlega á næstu árum.
1 Skaftafelli voru hlöðurnar neðan við bæinn í Selinu endurbyggð-
ar og önnuðust þeir Jóhann G. Guðnason og Sigurþór Skæringsson
verkið undir nmsjá Gísla Gestssonar fyrsta safnvarðar.
Á Keldum var talsvert unnið að viðgerðum og má þeim nú heita
lokið. Var kálgarður, sem var framan við skálann, fjarlægður, en
hann safnaði snjó að bænum og var til mikilla erfiðleika þegar
jarða þurfti, því að sundið milli hans og bæjar var orðið mjög
mj ótt. Þá voru lambhúsin á Framtúninu einnig endurbyggð og lokið
viðgerð hesthúss og lítils kofa austur á túninu. Unnu þeir Jóhann
og Sigui'þór á Keldum eins og áður.
Nokkuð var unnið að viðgerð Sjávarborgarkirkju en mikið vantar
samt enn á, að því verki sé lokið. Gunnar Bjarnason annaðist það
verk eins og fyrr, en Stefán Jónsson og Stefán Öm Stefánsson arki-
tektar hafa haft umsjón með viðgerðinni.
Að mestu var lokið endursmíð Kjöthúss frá Vopnafirði, í Árbæj-
arsafni, settir í gluggar og húsið tjargað utan. Steyptur var grunn-
ur að stærra húsinu, Kornhúsi, en ekki tókst að gera meira fyrir
það. Eru viðir Komhúss inni í Kjöthúsi, en afstaða þessara húsa
verður hin sama þar í safninu eins og var á Vopnafirði. Var ýmsum
stærri hlutum einnig skotið inn í Kjöthúsið, en í framtíðinni munu
þessi hús verða notuð sem geymslu- og sýningarhús fyrir ýmsa hluti.
1 Viðey var einkum unnið að því að skipta um syllur undir inn-
veggjum og steyptur var kjallari í húsinu fyrir kyndingu. Var
fenginn danskur verkfræðingur, Troelsgárd að nafni, sérfræðingur