Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 20
24 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS niðurlensku málara sem fram úr skara. Málverk af himnaför Maríu eftir flæmska málarann Michels Sittow (um 1465-1525) er ekki óskylt myndinni í Pétursborg. Oddar skarðmánans vita hér niður. Loks má geta málverks eftir Quentin Massys í Alte Pinakothek í Munchen, Heilög þrenning ásamt Maríu og Jesúbarninu, þótt ekki fari þar fyrir miklum himindökkva. Sumum kann að finnast sem mannamyndir Dirk Bouts skorti mýkt. Því verður heldur ekki neitað að viss stjarfi loðir við persónurnar á vængjum Ögurtöflu. í kvöldmáltíðarmyndinni frægu eftir Dirk Bouts í kirkju heilags Péturs í Louvain, sem Erwin Panofsky nefnir „meiri háttar" meðal verka hans, hlítir allt einni strangri skipan. Stuðst er við miðlæga fjarvídd, eins og í ítalskri list, en hún samt með niðurlenskum blæ. Að dómi Shirleyar Blum er heimilt að greina í myndinni einstaklingsbundna viðleitni þess sem mál- aði, og segir hún vera þarna nýlundu á ferð að því leyti. Ef að er gáð sést að Dirk Bouts notar í myndinni visst þríhyrningakerfi í myndbyggingu, þar sem eru hinar ýmsu persónur. Gert hefur hann sjálfsmynd sína utarlega til hægri. Panofsky telur að það sé líklega Bouts sem hafi tekið upp þann hátt- inn fyrstur að mála „hreint sveitalandslag" í baksviði. Sjáum við landslag af því tagi út um gluggann í hjónaherberginu í boðun Maríu. Landslag séð út um glugga þekkist þegar hjá Flémalle meistaranum. I téðri landslagsmynd í Ögurtöflu greinast að nokkurn veginn þrír lóðréttir fletir, framflötur, mið- flötur og afturflötur. Var slík skipan orðin hefðbundin á dögum Dirk Bouts. Hann sameinar hins vegar lóðréttu fletina þrjá. Ekki hefur ýkja mikið varð- veist af því sem Dirk Bouts málaði samanborið við ýmsa aðra meistara. Má segja að gerð málverka hans sé hátíðleg en frumleg, og athygli vekur rúmið kringum mannamyndirnar. Litir hans eru oft einkar glæsilegir. Hann á að hafa notið tilsagnar Roger van der Weydens. Oftsinnis líktu menn eftir mál- verkum Dirk Bouts. Hann er annars staddur við þröskuld landslagsmál- verksins, en brautryðjandi á því sviði á Niðurlöndum er þó talinn áður- nefndur van der Weyden. Panofsky hefur komið fram með þá athugasemd að tvískipting mannsins í sál og líkama sem ríkti á miðöldum hafi valdið því að persónurnar sem Jan van Eyck og Roger van der Weyden sköpuðu hái sér vegna togstreitu milli þess að vera og þess að leika. Með komu Hugo van der Goes (um 1440-1482) eins besta málara tímabilsins, leysist vandinn, og persónurnar fá nú hlutverk. Þegar van der Goes leið lýkur sögu sígildrar flæmskrar málaralistar á miðöldum. Það er glöggt samkenni mannamynda eftir Dirk Bouts að nefið er yfirleitt ekki látið ná langt fram, einnig verður eftir því tekið að augun eru höfð all smá og virðist sem þau tindri. I mál- verkum og líkneskjum Ögurtöflu er fyrstnefnt áberandi, og á það má fallast að augun í vængmyndunum séu fremur smá og látin tindra nokkuð. Fer fyrir sömu andlitseinkennum í verkum Hans Memlings.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.