Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 12
16
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
Fjölin er mun betur varðveitt en stoðirnar, og frábrugðin þeim bæði að
myndefni og stíl (9. mynd). A henni hefur aðallega varðveist fagurlega
skorið dýraskraut. Línur í skrokkum dýranna mynda margs konar mynst-
ur. Hörður sýndi fram á að auk blaðanna í rófum dýranna fléttast jurta-
stöngull einnig um þau og myndar flókinn vef. A teikningu hefur Hörð-
ur sýnt hvernig þessi útskurður gæti hafa verið í öndverðu.26 Hliðstæðan
við dyraumbúnaðinn á norsku stafkirkjunum leynir sér ekki. A þeim er
sérkennilegt skrautverk úr teinungum og dýrum, og þar leysti rómanskur
stíll sntám saman Urnesstíl af hólmi. I ljós kentur að skyldleikinn er
mestur við þann hóp af útskornum dyraumbúnaði sem kenndur er við
Þrándheim, en sá hópur er talinn frá 12. öld. I honum er dyraumbúnaður
úr nokkrum stafkirkjum í Þrændalögum og Guðbrandsdal, og skurður-
inn á þeim virðist eiga rætur í elstu steinhöggvaralist í Niðarósi.
Það getur hins vegar reynst þrautin þyngri að finna viðarbútunum
stað. Þeir eru svo illa farnir, að erfitt er fá heildarmynd af uppbygging-
unni og meta gæði útskurðarins. Allir virðast bútarnir vera úr stoðum eða
þykkum plönkum, og minna helst á dyrastafi.
Kirkjuhurðin frá Valþjófsstað
Sem betur fer er útskurðurinn á kirkjuhurðinni frá Valþjófsstað betur
varðveittur, svo auðveldara er að fá heildarmynd (10.—11. mynd). Þessi
hurð er meðal frægustu miðaldaverka íslenskra, bæði vegna þess hve vel
hún er skorin og ekki síður vegna þess að á henni eru tvær sögumyndir.
Munnmæli herma að hún sé úr fornum skála, en það á reyndar einnig
við um mikinn hluta af varðveittum útskurði hér á landi. Kristian Kálund
hafnaði þessari skýringu fyrir meira en hundrað árum,27 en aðrir fræði-
menn hafa einnig hugleitt þetta mál. Loks kom að því að Magnús Már
Lárusson leiddi í ljós með nákvæmum rannsóknum og tilraunum til end-
urgervingar að hún hefur allt frá upphafi verið kirkjuhurð.28 Timbur-
kirkjan forna á Valþjófsstað hefur að öllum líkindum verið stafkirkja og
hurðin, sem tilheyrði henni, hefur upprunalega verið hærri og á henni
verið þrír kringlóttir skurðfletir. Þegar lítil torfkirkja kom í stað stafkirkj-
unnar laust fýrir rniðja 18. öld, er sennilegt að lækka hafi þurft hurðina
svo að hægt væri að nota hana aftur fyrir nýju kirkjuna. Magnús Már tel-
ur líklegast að skorið hafi verið neðan af henni og gæti þá útskorin sögu-
mynd hafa verið í neðsta hringnum, eins og er á hinum efri nú.
Fleiri breytingar hafa verið gerðar á hurðinni í tímans rás, en þó ekki
meiri en svo, að útskurðurinn á hringreitunum tveimur er að mestu
varðveittur. I neðra reitnum er glæsilegt skrautverk úr þórum samfléttuð-