Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 57
61
ÚTSKURÐUR OG LÍKNESKJUSMÍÐ ÚRTRÉ
45. mynd. Predikunarstóll í Laufáskirkju í
Eyjafirði, málaður í ýmsum litum, nú cndur-
gerður. Hann er eftir Illuga Jónsson snikkara
og á honum er ártaiið 1698. Aðalmyndefnið
á hliðum stólsins er Kristur (SALVATOR)
og guðspjallamennirnirfjórir. Stóllinn á ýmis-
legt sameiginlegt með endurreisnarpredikun-
arstól Guðbrands biskups Þorlákssonar frá
1594 (38. mynd). En bogarnir )fir myndun-
um eru af gerð sem líkt hefur verið við asna-
hrygg, gleiðir og sveigjast upp í odd í miðju,
bornir af súlum með snúna stofna í barokk-
stíl. Líkneskin sjálf cru líka með allt öðmm
hlutfollum. Tiglagólfið undir þeim hefur orðið
að upphleyptum sökklum, og hér hlýtur
Illugi að liafa misskilið hvernig fjarlœgð var
sýnd í fyrirmynd. Dœmigert fyrir lians eigin
tíma eru englahöfuðin, brjóskgrímurnar og
skökku vafningarnir. - Uppmnalega var him-
inn yfir predikunarstólnum, tn'dega einnig út-
skorinn og niður úr honum hékk dúfa, sem
táknaði hcilagan anda. Dúfan, skorin í tré og
máluð livít, hefur varðveist (Þjms. 401.
Ljósm. Lilja Arnadóttir.)
Flatur upphleyptur skurður og skipaskurður
Hefðbundin miðaldaform ríktu í tréskurðinum alla þessa öld, og nöfn
flestra tréskera eru fallin í gleymsku. Margir létu sér nægja lágt upp-
hleyptan og flatan skurð, og einn og einn notaði skipaskurð.98 Við getum
nefnt höfund að hópi gripa sem hafa greinilega sameiginleg einkenni í
skreytinu „skipaskurðmanninn". Þau verk hans sem tímasett eru hafa
verið gerð á síðasta þriðjungi aldarinnar. Verið getur að hann hafi verið
úr Skagafirði, en tveir af hlutunum eru þaðan.Verk sem eigna má honum
eru algengir nytjahlutir: rúmfjalir, trafakefli, einn kistill og einn lár. Hann
notaði mikið af áletrunum og geómetrískum böndum, en minna bar á
jurtaformum. Gjarnan er „grafið úr“ slíkum formum með skipaskurði
(dæmi 46. mynd).99
Sami flati upphleypti skurður og blöð með skipaskurði setja svip á
skrautið á lár með ártalinu 1673 (47. mynd).100 En hann er greinilega eft-
ir annan tréskera, sem hefur haft áhuga á jurtamyndum og dýrum, en
áletrun er bara rist á. Upphleyptu furðuskepnurnar á lokinu (48. mynd)