Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 188
192 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Málmsmíði á Islandi tilforna
Um silfursmíði á Islandi á fyrstu öldum byggðar er ekki margt vitað, þó
að ýmsir fræðimenn hafi íjallað um efnið. Einna fyrstur til þess var
Matthías Þórðarson. Hann taldi víst að norrænir landnámsmenn hefðu
haft með sér til landsins góða smíðisgripi, bæði skartgripi og vopn.
Matthías gat þess til að sumir þeirra gripa sem hann fjallaði um kynnu að
hafa verið gerðir á Islandi, en taldi þó að erfitt væri að skera úr hveijir
væru innfluttir og hverjir smíðaðir innanlands.1
Sami höfundur ritaði nokkru síðar um efnið, og þá einkum um kop-
arsmíði, kúptar nælur, bjöllur og döggskó sem fundist hefðu í kumlum.
Líklegast taldi hann að þessir gripir hefðu verið fluttir inn frá Norður-
löndum, en þó væri ekki útilokað að meðal landnámsmanna hafi verið
smiðir sem smíðað gátu slíka gripi.2
Kristján Eldjárn varpaði nýju ljósi á þetta mál í yfirliti sínu um vík-
ingaaldargrafir. Hann benti á að smíðatól væru sjaldgæf í kumlum á Is-
landi, samanborið við önnur Norðurlönd.3 I þremur kumlum mætti sjá
verkfæri til málmsmíða: A Galtalæk var klömbur lítil; í Berufirði lítil
stappa, og í Granagiljum alur.4 Kristján hafði ekki trú á því að menn
hefðu ekki fengist við málmsmíði á Islandi til forna, og taldi að tilteknir
gripir bæru einkenni sem væru ólík því sem fundist hefði annars staðar í
löndum víkinga. Meðal þeirra gripa voru döggskór frá Ljárskógum og
tvær þríblaðanælur frá Hóli og Hafurbjarnarstöðum.5 Nú er vitað að þrí-
blaðanælurnar tvær eru ættaðar frá Bretlandseyjum og samskonar og
gripir sem fundist hafa í Jarlshof og á Bretlandi6. Kristján hefur látið svo
ummælt að engin leið væri að ákvarða með vissu hvort gripir frá 10. öld
væru innfluttir eða heimasmíðaðir, og því væri erfitt að tala um innlenda
íslenska list.7
Björn Tli. Björnsson hefur einnig ritað um þetta efni.Taldi hann líklegt
að Islendingar til forna hefðu átt meira af skarti og góðmálmum en al-
mennt gerðist í Noregi, vegna þess að við brottförina frá heimalandinu
hefði menn orðið að farga föstum eignum, landi, húsum og miklu af bú-
peningi. Hvaða aðferð var betri til að flytja með sér eigur sínar en sem
skartgripi og annað sem hægt var að bera með sér.8 Hann bætti því við að
mikið af silfri hljóti að hafa borist til nýja landsins, og hefði verið hér í
umferð í fjölda ára, og að jafnvel bæru konur enn í dag í skarti sínu málm
sem fluttur var til landsins á 9. og 10. öld. Nokkuð er eflaust til í þessari
tilgátu Björns, í ýmsum samfélögum hafa menn einmitt varðveitt fé sitt og
borið með sér sem skartgripi. Þó styðja íslenskir fornleifafundir ekki þá
tilgátu að óvenjumikið afsilfri hafi borist til landsins.