Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 189
SILFURSMIÐURINN A SILASTOÐUM
193
Nýverið hefur Kevin Smith fitjað upp á umræðu um járngerð og
málmsmíðar á Islandi, og þá með tilliti til þeirra áhrifa sem hvort tveggja
hefur á umhverfi og náttúru og ekki síst þá eyðingu skóga sem fyrstu
landnemarnir voru valdir að. Smith hefur gert úttekt á gröfum og bú-
stöðum manna frá fyrstu tíð á Islandi og veitti því athygli að þeinr stöð-
um sem elstir voru taldir var hlutfallslega meira af heimatilbúnum grip-
unr en á þeirn er voru frá síðari tímabilum, en þar mátti sjá meira af inn-
fluttum gripum.9 Hann telur að þetta gæti verið til marks um að sam-
bönd til vöruskipta um langan veg hafi ekki verið komin á þegar byggð
hófst á Islandi og hefðu landsmenn því orðið að framleiða verkfæri og
varning heima fyrir.10
Hvað sem kann að valda því, er vitnisburður lítilfjörlegur um innlenda
smíði úr silfri og öðrum góðmálmum. Nokkrir góðir smíðisgripir úr
málmi benda til að eitthvað hafi verið smíðað hér. En ekkert hefur fund-
ist á Islandi sambærilegt þeim verkstæðum, sem fundist hafa minjar um í
Rípum og í Bjarkey, þar sem finnast mót fyrir kúptar nælur, og málmgjall
og úrgangur frá málmsmíðinni. Því hljótum við að taka undir ályktun
Matthíasar Þórðarsonar, að vísu voru smiðir til í þessu nýja landi, og
höfðu væntanlega lært listina annars staðar á Norðurlöndum, en þeir
höfðu engin tök á að framleiða annað eins magn og tíðkaðist í verslunar-
miðstöðvum Norðurlanda. Eins og Kevin Smith bendir á kann að vera
að á öndverðri landnámsöld hafi ekki verið komin á sambönd til vöru-
skipta um langan veg Þá kann að vera að skortur hafi verið á góðmálm-
um, þannig að hinir fyrstu smiðir hafi þurft að endurvinna silfur það og
brons sem inn hafði verið flutt og láta sér nægja að gera við skart, e.t.v
smíða grip og grip stöku sinnum.
Sílastaðakuml og innihald þess
Kumlið sem hér um ræðir nefndi Kristján Eldjárn 2. kuml." I því var
beinagrind miðaldra karlmanns, sem lá á hægri hlið. Líkaminn var
krepptur um mjaðmir, vinstri handleggur boginn og hvíldi hönd í mittis-
stað. Höfuðið var í suðvesturenda grafar. Töluverðar viðarleifar fundust í
kringum beinagrindina og kunna að benda til þess að búið hafi verið um
hinn látna með fjölum, en ekki sýndust Kristjáni þetta merki um kistu.
Hildur Gestsdóttir hefur nýlega skoðað beinin aftur og staðfest kyngrein-
12
ingu.lz
Nokkrir gripir höfðu verið lagðir í kumlið með manninum, helstur
þeirra spjót, og við beltisstað voru saman hnífur (með leifum af tréskafti
og leðurslíðri), brýni, jaspismoli, eldstál, tvö brot úr kúfiskum peningum