Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 208
212
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hálfu safnsins og gerð útboðsgögn. Lilju Árnadóttur deildarstj. var falin gerð
handrits að sýningu, sem hún vann með verkefnishópi og tóku allmargir starfs-
menn safnsins þátt í verkinu. I handriti var lýsing á efnisþáttum sýningarinnar og
gripum og settar þar inn ljósmyndir af safngripum en auk þess teknar ljósmyndir
af gripum, sem valdir voru í samkeppnisgögn. Ivar Brynjólfsson ljósmyndari
vann ljósmyndir ásamt ljósmyndara sem ráðinn var til aðstoðar. Var settur upp
sérstakur tölvuvefur með um 700 gripum.
Dómnefnd um sýningu var skipuð fimm mönnum. Gunnar Jóhann Birgisson
form. Þjóðminjaráðs er formaður, en aðrir Eyþór Arnalds forstjóri, Guðný
Gerður Gunnarsdóttir safnstjóri, Orlygur Geirsson skrifstofustjóri og Þór Magn-
ússon þjóðminjavörður. Ritari dómnefndar var Jóhanna B. Hansen verkfræðing-
ur hjá Framkvæmdasýslu ríkisins en trúnaðarmaður dómnefndar Olafur Jensson.
Ráðgjafi við gerð keppnisgagna var Snorri Karlsson verkfræðingur hjá VSÓ-
ráðgjöf. Dómnefnd ákvað að haldin skyldi samkeppni í tveimur þrepum. Frestur
tillagna í fyrra þrepi var til 15. sept. og valdi dómnefnd þá þrjár, sem skyldu unn-
ar áfram til annars þreps. Lokaskil í samkeppni voru ákveðin 20. jan. 2000.
Unnið var að undirbúningi tveggja ljósmyndasýninga sem haldnar verða árið
2000. ívar Brynjólfsson ljósmyndari stækkaði ljósmyndir Sigríðar Zoega fyrir
sýningu á myndum hennar í janúar 2000 og útgáfa sýningarskrár var undirbúin.
Æsa Sigurjónsdóttir skrifaði grein um Sigríði, sem birtast mun í bók um sýning-
una. — Þá var gengið frá millisafnalánum og ýmsum undirbúningi vegna sýningar
á ljósmyndum Fransmanna á Islandi á 19. öld.
Safnið lánaði gripi á ýmsar sýningar, svo sem Minjasafninu á Akureyri á
sögusýningu Eyjajjörðurfrá öndverðu, og á kirkjulistarsýningu í safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju, Byggðasafni Árnesinga á kirkjugripasýningu í Húsinu, Byggðasafni
Skagfirðinga á kirkjulistarsýningu á Hólum, ByggðasafniVestmannaeyja^npi úrVest-
mannaeyjum og Minjasafni Austurlands var lánaður silfursjóðurinn frá Miðhúsum.
Undirbúin var mikil sýning á vegum Smithsonian-stofnunarinnar í Washing-
ton um ferðir norrænna manna til Vesturheims á víkingaöld, verður hún far-
andsýning. Munu Norðurlöndin taka þátt í sýningunni og lána gripi. Sá Lilja
Árnadóttir deildarstjóri að mestu um þátt Þjóðminjasafnsins þar.
Kynnt voru úrslit í samkeppni um búninga jólasveina 6. janúar, hlaut Bryndís
Gunnarsdóttir fýrstu verðlaun.Var hún ráðin til að stýra gerð búninga og efnt til
tveggja daga sýningar í Ráðhúsi Reykjavíkur í lok nóvember. Jólasveinar komu
svo þangað að sínum hætti á jólaföstu, var dagskrá í höndum Guðna Franzsonar og
leikara Möguleikhússins. Þorsteinn Jónsson kvikmyndastjóri var fenginn til að gera
kvikmynd unt jólasveinana.
Prentuð rit statrfsmanna
Gróa Finnsdóttir: Frán Sáve til Vista. ARLIS/Norden - Info 1. tbl. 1999.
Sama: Icelaudic Plwtography: Selected bibliography. History of Photography, 1. tbl.
1999.