Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 207
ÁRSSKÝRSLA 1999
211
Haldið var svo áfram umbyggingu safnhússins við Suðurgötu. í desember
1998 voru lagðar fram tillögur að breytingum á húsinu og á fyrstu nránuðum
ársins 1999 voru þær unnar frekar og áttu starfsmenn fundi með arkitekt vegna
þeirra. Þær breytingar urðu á skipan byggingarnefndar, að Sturla Böðvarsson
formaður hvarf úr nefndinni er hann varð samgöngumálaráðherra, en Gunnar
Jóhann Birgisson hrl., formaður Þjóðminjaráðs, tók sæti hans. Steindór Gunnars-
son framkvæmdastj. hvarf einnig úr nefndinni og hafði ekki verið skipað í hans
stað urn áramót. — Guðný Gerður Gunnarsdóttir safnstjóri situr að jafnaði fundi
byggingarnefndar.
Safnhúsið var afhent Istaki, sem annast framkvæmdir, hinn 5. september. Hófst
þá vinna við framkvænrdir. Innréttingar og milliveggir var fjarlægt, grafmn
grunnur og steyptar undirstöður að nýju anddyri við suðurenda hússins.
Statfslið
Fast starfslið var að mestu sem fyrr. Sviðsstjórar safnsins voru þrír, Guðný Gerður
Gunnarsdóttir sviðsstjóri safnsviðs og jafnframt safnstjóri, Hjörleifur Stefánsson
sviðsstjóri útiminjasviðs og Hrafn Sigurðsson sviðsstjóri fjármálasviðs. Eygló S.
Gunnarsdóttir var fulltrúi á skrifstofu í Lyngási en Soffia Pétursdóttir í Vesturvör.
Arni Guðmundsson var umsjónarmaður safnhússins og sá um bifreiðar safnsins
og margt annað sem stofnunin þarfnast. Jóhann Helgason tölvufræðingur annast
tölvumál.
Sýmngar
Þótt safnhúsið væri tæmt að sýningum efndi Þjóðmitrjasafnið til sérstakra
sýninga og átti þátt í öðrurn. Sýningin Ahugaljóimyndun í Reykjavík 1950-70
stóð frá 7. - 28. maí í Þjóðarbókhlöðu og var grundvölluð á rannsóknarverkefni
Guðrúnar Harðardóttur sagnfræðinema á ljósmyndun þessa tímabils. Sáu Inga
Lára Baldvinsdóttir og Ivar Brynjólfsson um sýninguna ásamt Guðrúnu, sem rit-
aði sýningarskrá.
Sýndir voru nokkrir munir, sumir eftirgerðir, í flugstöð Leifs Eiríkssonar í
samstarfi við Kristnihátíðarnefnd. Annaðist Þóra Kristjánsdóttir þátt safnsins þar.
Sýningin Undir bláum sólarsali, um Eggert Olafsson, var samstarfsverkefni
Þjóðminjasafns og Landsbókasafns-Háskólabókasafns, haldin þar í safninu 5. júní
— 31. ágúst. Þar voru sýndar frummyndir úr ferðabók Eggerts og Bjarna Pálsson-
ar og handrit og bækur Eggerts. Arni Björnsson og Sigurborg Hilmarsdóttir sáu
um sýninguna, en Halldór J. Jónsson ritaði grein í sýningarskrá.
Hátíðardagskrá með sýningu var í Landsbókasafni-Háskólabókasafni 4. nóv. í
tilefni 100 ára afmælis Jóhannesar skálds úr Kötlurn. Nefndist hún: Söng hann til
frelsis sína þjóð, og var samstarf safnanna. Sýndi Þjóðminjasafnið þar m.a. litklæði
Jóhannesar frá Alþingishátiðinni 1930. Gefrn var út sýningarskrá.
Menntamálaráðherra tilkynnti á fréttamannafundi 12. febr. að efnt skyldi til
samkeppni um nýjar fastasýningar Þjóðminjasafns. Var ráðgjafanefnd skipuð af