Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 146
150
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Myndrún kynni að vera skorin út í bilinu næst yst t.v. á sömu §öl, og
þarna gert X, merkingin gæti þá verið Freyr, gjöf, gestrisni eða móðir
jörð. Mér hefur þótt líklegast að mannsandlitið sé sjálfsmynd Ara lög-
manns. Hárlubbinn virðist tengja hann Oðni, sem var síðhærður. Eitt
nafna hans var Hárbarður. I íslensku máli þekkist orðið ,,flókaberði“ um
úfið hár og ílókið. Gálginn eða stjakinn sem gengur undir kverk hinnar
vængjuðu ófreskju bendir e.t.v. til fórnar, sbr. þann ganrla sið að hengja
úlfa. Efst á honum er skorið út all furðulegt atriði, smátt, það annað en
auðráðið, gæti þó átt að tákna hengingaról.
Ekki er hægðarleikur að skýra hin íbjúgu útskurðaratriði sem prýða
Arastól framanverðan næst hornstólpunum né koma fram með skýringu
á reitunum bak við þau. Bjúgsneiðum þessum, nrinnast má á þær sem
pelta, verður skipað í flokk með hálfkringlunum á endum herðafjalarinn-
ar. En líkindi eru til að hinar c-laga brúnir séu efri og neðri helmingur
rúnarinnar $, ár, sem skildir eru að og raðað upp á ný. Nafn rúnarinnar
er ieran á frumgermönsku. Samkvæmt K. Schneider sýna bogarnir helm-
inga veraldareggsins í indó-germönskum átrúnaði, efri boginn er him-
inninn, hinn neðri jörðin. Rúnin ár táknar uppskeru, árgæsku. Segir í
hinu íslenska rúnakvæði:
„ár er gunina góði
ok gott suntar
ok algróinn akr.“
Krossristu fletirnir munu eiga að gefa í skyn barrtrjáaeinkenni. Barr
merkti annars að fornu sáð, bygg, og má þannig betur hugsa sér veraldar-
eggið. Þar sem segir frá bónorðsför Skírnis í Snorra-Eddu er getið Barr-
eyjar, en talað er um lundinn Barra í Skírnismálum Sæmundar-Eddu í
þessu sambandi. Krossrista er á báðum Grundarstólum, og dæmi um
þessa skreytingaraðferð finnast meðal safngripa í Þjóðminjasafni Islands
(t.d. Þjms. 3058, 14528). Ekki er ófróðlegt að furukönglamunstur, skýrt
sem tákn sáningar, kemur í ljós á fornu keri frá Hagia Triada á Krít, en
það í flokki með síðbronsaldarminjum. (Sbr. R. Higgins, Minoan and
Mycenaean Art). A neðri þverfjölunum í framhlið Grundarstóla virðist
skorin rúnin <, þ.e. kaun, k. A stólnum í Danmörku er kaun bæði til
vinstri og til hægri á framhlið og aftan á bakinu. Endurtekning rúna í
órofinni röð er sögð merkja ákall. Mun tréskerinn eiga hér við töfraáletr-
anir með rúnum. Hjá Ara Jónssyni nterkir rúnin kaun e.t.v. líkbrennslu,
en annars táknaði hún einnig eldibrand. Henni samsvarar cén á engilsax-
nesku, þ.e. blys. (Sbr. Klaus Dúwel, Runenkunde, bls. 107). Meðal rúna-
áletrana verður rekist á formið 5 fyrir ár. Frá <? er leidd rúnin H og frá