Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 216
220
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
um, en vilji er til að halda gamla hluta garðsins sem minnst breyttum og með
sínum gamla svip.
I Selinu í Skaftafelli var gert við stafnþil og útihurðir og glugga, endurnýjuð
voru fúin gólfborð og þil tjörguð. Mæld var upp smíðaskemma Jóns Stefansson-
ar, sem síðan varður tekin ofan og geymd.
A Núpsstað var bænhúsveggur að austan endurhlaðinn. Rætt var um nefndar-
skipan um Núpsstað, ef vilji verður til þeirrar varðveizlu þar, sem um hefur verið
rætt.
A Keldum á Rangárvöllum voru settar hurðir við gangamunna og glerþil við
innri enda upphaflegu ganganna. Gler var og sett við gangamunna í skála, þá má
sjá niður í göngin eins og þau voru. Upphaflegt skálagólf er talsvert neðar en nú,
og hefur því ekki verið eins hátt upp að ganga fýrrum og nú virðist. Gert var
við stafnþil skála og grind endurnýjuð. Lokið var viðgerðum á vesturstafni skála,
en mestur tími fór í viðgerð baðstofuhússins, einkum suðausturstafns. Nokkuð
var gert við önnur hús. Stefnt er að gagngerðri viðgerð á búri og hlóðaeldhúsi á
næsa ári, og síðan á útihúsum, þeim sem safnið á.
Tungufellskirkja var máluð utan um haustið, er hún nú í góðu standi.
Assistentahúsið svonefnda á Eyrarbakka var málað utan og smíðaðar hlerafest-
ingar á glugga. Mega gömlu húsin þar nú teljast fullfrágengin. Eftir er þó við-
gerð útihúsa, sem heyra hér til.
Smíðuð var ný útihurð á Kr)'suvíkurkirkju og gengið frá vesturglugga. Veggir
voru tjargaðir, en eftir er að ganga frá ýmsu innan kirkju, sem áformað er að
færa nær hinu gamla formi.
I Nesstofu var gengið frá þakbrúnum og kjallari kalkaður.
Svonefnt Gœruhús á Akureyri, sem stóð niðri á Oddeyri og KEA átti, varð að
víkja. Þekktist Þjóðminjasafnið boð að nýta viði hússins og endurbyggja á
Naustum, þar sem Minjasafnið hefur geymslur sínar, og nýta í samráði við það.
Verður húsið þar einkum geymsluhús.
Rannsóknarstaða Kristjáns Eldjárns
I stöðuna var ráðinn Adolf Friðriksson fornleifafræðingur frá 1. apríl til að rann-
saka staðfræði fornkumla. — Ákveðið var að endurskoða reglur um ráðningu í
stöðuna og féllst menntamálaráðherra á breytingar. Þær voru einkum að Þjóð-
minjaráð skuli samþykkja tilnefningu frá þjóðminjaverði í stöðuna.
Sjóminjasafn
I Sjóminjasafnið í Hafnarfirði komu 4.009 gestir, er það 28% fækkun frá fyrra
ári, einkum á erlendunr ferðamönnum og skólanemum.
Nokkrir gripir bárust safninu. Helzt má nefna, að Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið afhenti sprengjubrot frá árás þýzks kafbáts á togarann Reykjaborg 10. marz
1941.
Forsætisnefnd færeyska Lögþingsins kom í safnið ásamt forseta Alþingis og