Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 200
204
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
lenzka fornleifafélags í tilvitnun á ensku með samantekt um togkamba frá
síðari öldum.8 Arið 1979 vék ég að þessu sama í grein í ensku fagtíma-
riti,9 og í grein eftir mig í vorhefti Skírnis 1992 er kafli unr tindabrotin
frá Daðastöðum,10 auk þess sem ég rétt drap á kambatinda þessa í inn-
gangi að grein í 130 ára afmælisriti Þjóðminjasasfns Islands sem út kom
1994.11 I greinunum nefndi ég tinda þessa leifar. af ull(ar)kömbum, á
ensku wool-combs.
I grein Kristjáns Eldjárn 1958 segir svo í upphafi lýsingar hans á tinda-
brotunum: „Línhekla úr járni , öll í molum, fjölmörg brot af sívölum
járntindum," ...;12 í upphafi lýsingar á þeim í Kuml og haugfé 2000 seg-
ir: „Togkambur úr járni, allur í molum, fjöhnörg brot af sívölunr járn-
tindum,“ ... og í lok kaflans um kumlið, í smáleturskaflanum Heimildir,
skrifar ritstjórinn eftir að hafa vitnað til áðurnefndra tveggja greina
Kristjáns um kumlfundinn:
Kristján Eldjárn taldi í fýrstu að i þessu kumli hefði fundist lín-
hekla, en ELSA E. GUÐJÓNSSON hefur bent á að sá gripur
muni vera leifar af togkambi [leturbr. EEG], sbr. KRISTJÁN
JÓNASSON, Að kemba í togkömbun. Árbók 1974, bls. 141-42,
aftanmgr. nr. 6.13
Hér gætir misskilnings hjá ritstjóra bókarinnar. Eg hef aldrei talið að um
leifar af togkambi væri að ræða heldur leifar af ull(ar)kömbum. Kainbar
til að kemba með ull eru nefndir í tveimur Islendingasögum (Grænlend-
inga þætti og Grettis sögu) og í einni Heilagra manna sögu (Blasius
sögu): ullkambar. Þá er þeirra getið í fornbréfum — hinu elsta frá 1398 —
og eru þar ýmist nefndir kambar, ullkambar eða ullarkambar. I Búalögum
eru og tilfærðir kambar, þar oftast nefndir ullarkambar, í handritunr allt
frá lokum 15. aldar. Kambar þessir voru notaðir tveir saman, og voru með
löngum þéttsettum járntindum, sívölum, frammjóum og eilítið íbjúgum
fremst. Á fornum norskum ull(ar)kömbum sem fundist hafa er lengd
tinda frá 7,8-14,5 cm og að jafnaði eru um 18-20 tindar í hvorum
kambi. Miðað við samanlagða lengd tindabrotanna frá Daðastöðum, sem
og lengd lengsta heillega tindsins (284,25 og 9,5 cm) má ætla að brotin
samsvari um það bil 30 tindum. Vantar þá að líkindum um fjórða hluta
þeirra (miðað við tvo kamba) sem ekki er að undra,14 þar sem blásið var
„úr kumlinu á alla vegu“ þegar að því var komið 1956 og brotin „lágu
... á víð og dreif* ofanjarðar.15