Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 134
138
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
Dæmi um þetta er nælan frá Ödeshög, sem er lokaafurð verks sem hefst
með frummóti svipuðu því frá Mammen.26 Reyndar einkenna slíkar flat-
ar, stýfðar fléttur einnig ýmis steinhöggvaraverk frá tíundu öld á Bret-
landseyjum og hið tvívíða yfirbragð sem einkennir þríblaðabeitirnar
kann að vera runnið frá tilteknum stíl frernur en eitthvað í verklaginu
hafi ráðið því. Þó að mynstrið hafi verið lagað að. þríblaðaforminu og
fengið að láni annars staðar var það greinilega unnið af færurn hand-
verksmanni. I því er samræmi og jafnvægi, sem sýnir skilning á eðli
fléttuverksins, þrátt fyrir að dýrin eða líkamshluta þeirra vanti í mynstrið.
Þó að þríblaðanælur hafi verið fjöldaframleiddar á Norðurlöndum,
bæði skreyttar í dýrastílum og án dýramynda, er nrynstrið sem áður er
lýst aðeins þekkt af þríblaðabeitunum fimm sem hér hefur verið þallað
um. Þríhnúturinn sem tengir skrautverkið saman er algengur á þríblað-
anælum miðjum. Hann prýðir reyndar fleira en smáhluti úr málmi, og
svipaður háttur á að tengja fléttuverk þekkist á örmum krossa frá Mön.27
Kristján Eldjárn taldi líklegt að íslensku þríblaðabeitirnar tvær væru ætt-
aðar frá svæðunum umhverfis Irlandshaf og byggði tilgátuna á óvenju-
legu skrautverki þeirra sem ekki felur í sér neinar dýramyndir.28 Hann
vitnaði í Jalangurstílseinkenni á Manarkrossum Gauts Bjarnarsonar, en á
þeim eru reitir skreyttir því sem kalla rnætti sprotamynstur,29 þar sem
fléttuverk greinist sundur í hlykkjótta sprota. Þar sem spotarnir greinast
frá bolnum er hálflrringlaga skarð, eins og á þríblaðabeitinni. Hálfhring-
laga skörð og sniglar á liðamótum einkenna einnig lipurlega dregin dýrin
sem prýða hringnælurnar frá Skaill. Þau eiga sér einnig nánar hliðstæður
í skreytinu á sumum af krossunum á Mön og er talið að nælurnar séu
smíðaðar á Mön eða af manni senr þar hefði numið list sína.30 Þó að
skrautverkið á nælunum frá Skaill hafi verið talið til Manrmenstíls,31 er
líklega réttara að líta á það senr dænri unr verk senr stendur á nrörkunr
Jalangursstíls og Mamnrenstíls. Nýlegar niðurstöður trjáhringatínrasetn-
ingar frá stöðunr þeinr senr stílarnir draga nafn af, hafa sýnt aldursnrun
senr er rétt unr áratugur eða svo. Því er vafasamt að það þjóni tilgangi að
aðgreina stílana í tínra.32
Niðurlag
Beitirnar senr hér um ræðir sýna að öllum líkindunr norræn áhrif. Bæði
lögun gripanna og skrautverk bendir til þess senr og nrálnrblandan í þeinr
og dreifing þeirra. Þó hefur Kristján Eldjárn líklega haft á réttu að standa
þegar hann gat þess til að gripirnir tveir senr lronum var kunnugt unr, frá
Hafurbjarnarstöðunr og Hóli, væru ættaðir frá Bretlandseyjunr. Gripirnir