Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 209
ARSSKYRSLA 1999
213
Guðrún Harðardóttir: Ahugaljósmyndun á Islandi. Fjölfólduð sýningarskrá.
Sama: Ljósmyndun á Islandi 1950-70. Rannsóknarskýrsla.
Guðrún Sveinbjarnardóttir: Footpads and footpaths at Reyklwlt in Borgaijjörður.
I Fótarkefli ..., afmælisriti til Peter Foote, London 1999.
Hallgerður Gísladóttir: Islenskir inatarhcettir, Reykjavík 1999.
Inga Lára Baldvinsdóttir: Photograhy in Iceland 1846-1946. History of Phot-
ography, Spring 1999.
Olína Þorvarðardóttir: Kona verður til. Afmælisrit Dagnýjar Kristjánsdóttur
Sigurborg Hilmarsdóttir (ritstj.): Daghók Islendinga. Reykjavík 1999.
Þór Magnússon: Kirknamyndir Jóns Helgasonar. Kirkjulistarvika Akureyrark-
irkju (sýningarkrá).
Sami: Þjórsárdalur. Kynningarbæklingur um Gnúpverjahrepp.
STARFSEMIDEILDA SAFNSINS
Munadeild
Aðfóng safngripa 1999 voru með minnsta móti þar sem flutningar og vinna við
þá gerði að frestað var viðtöku gripa, nema sérstaklega stæði á. Einkum skal þó
nefna af nýfengnum gripum signct Jóns Guðmundssonar á Hóli í Bolungarvík,
gripi og Ijósmyndatæki frá Tryggva Samúelssyni, sem var fyrr húsvörður
bjóðminjasafnsins, og silfurkönnu eftir Helga Þórðarson frá Brandsstöðum, gef.
Baldur Johnsen.
Meginverkefni munadeildar var flutningur safnsins. Höfðu starfsmenn muna-
deildar, deildarstjóri og forverðir, ásamt deildarstjóra Nesstofusafns og umsjónar-
manni hússins, umsjón með flutningi safngripa. Þeir sáu um undirbúning og
pökkun fram undir mitt ár þegar flutningar gátu hafizt, urðu svo síðastir starfs-
manna til að flytjast úr því húsi.
Munadeild hefur umsjón með skráningu gripa, forvörzlu og geymslum í hinu
nýja geymsluhúsnæði. Forvarzla er á neðri hæð í vesturenda hússins íVesturvör.
Þar eru og verkstæði fyrir grófari verk og tæki í sérrýmum. Skrifstofa deildar-
stjóra er á efri hæð.
Lilja Arnadóttir deildarstjóri veitti ráðgjöf vegna skráningar muna í ganrla
húsinu á Teigarhorni, sem fýlgt hafa því alla tíð frá Weywadt-fjölskyldunni. Þá
átti Lilja aðild að Samstarfsnefnd um íslenzka þjóðbúninga.
Forverðir sömdu skýrslur um ástand gripa sem lánaðir voru á sýningar og
veittu byggðasöfnum og öðrum ráðgjöf vegna sýninga. Minna var unnið að
beinni forvörzlu en ella vegna flutninganna. Þó voru forvarðir viðir frá rann-
sóknum í Reykholti og enskur silfurpeningur sem fannst á Þingvöllum, svo og
tveir stjakar í Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi. Einnig var gerð afsteypa af tá-bagli,
Þjms. 15576, vegna sýningar í Leifsstöð.
Hér má nefna, að ýmsir dæmigerðir sölugripir nútíðar voru settir í svonefnda