Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 35
39
ÚTSKURÐUR OG LÍKNESKJUSMÍÐ ÚRTRÉ
einkenni, er mjög sennilegt að hann sé
þar kominn. Liklegt er að margar
stakar dýrlingamyndir hafi í öndverðu
átt heima hver í sínum dýrlingaskáp.
Aðrar eru konmar úr altaristöjlum eða
bríkum sem margar styttur voru i. Auk
þeirra líkneskjagerða, sem nefndar
hafa verið, voru t.d. líkneski af postul-
um algeng, einnig styttur úr píslarsögu
Krists og af krýningu Maríu á himn-
um. — Sjá má af íslenskum annálum að biskupar bæði á Hólum og Skál-
holti útveguðu dýrlingamyndir erlendis frá til dómkirknanna á 14. öld.
Getið er um bæði Maríu mey, Olaf helga, og einn af innlendu dýrlingun-
um, Guðmund góða.67
28. inynd. María ineð barnið, iír íslenskri
kirkju, en óvíst hverri. Úr furu, 74,5 cm liá.
Líkneskið hefur örugglega verið í Maríuskáp í
upphafi, en situr nú undir húfu frá síðari tímum
og hefur snúnar súlur á báðar hendur. Það hefur
glatað miklu af upprunalegu útliti. Oddarnir á
kórónu Maríu eru hofnir, einnig kóróna Jesú-
barnsins, og myndin hefur verið brúnbœsuð, í
staðinn fyrir upprunalega liti og gyllingu. En
þetta er ein af elstu varðveittu Maríulíkneskjum
frá miðöldum Islands. Það má sjá af stellingum
og klceðum inóður og barns. Hvorttveggja má
rekja til unggotneska stílskeiðsins og getnr líkn-
eskið verið frá lokum 13. aldar. (Þjms., Víd. 4.
Ljósm. Ivar Brynjólfsson.)
Innjlutt kirkjulist á síðmiðöldum
Eftir 1400 jókst mjög innflutningur á kirkjulist. Flutt var inn mikið af tré-
líkneskjum til Islands, eins og til annarra Norðurlanda. Listfræðingar í
þessum löndum velta oft fyrir sér, hvað sé heimafengið og livað aðflutt og
hvaðan listmunir og stíláhrif hafi komið. Það mál er langt frá því að vera
útrætt, en menn virðast sammála um að telja hina innfluttu gripi eiga sess
í listasögu landanna sem við þeim tóku. Söfnuðurinn tengdist dýrlinga-
myndum sínum. Þær voru mikilvægar í trúarlífmu, og voru notaðar sem
fyrirmyndir í innlend verk. Ekki er hægt að búast við að margar styttur