Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 67
ÚTSKURÐUR OG LÍKNESKJUSMÍÐ ÚRTRÉ
71
57. mynd. Bekkbrúða úr Laufáskirkju. Úrfuru, Í05,5 cm
há. A efri hlutanum, sem er útskorinn, standa upphafs-
stafirnir I.S.D. og „Anno 1719". Skrautverkið ergrítna,
sem helst mætti túlka sem engilshöfuð, umkringt stöngul-
skreyti, sem einnig rammar inn áletrunina. Þettagæti hafa
verið hluti af lausum bekk, þvi að eigandinn, Jórunn
Steinsdóttir, bjó á Munkaþverá 1719, en var síðar prest-
kona í Laufási. (Þjms. 399. Ljósm. ívar Brynjólfsson.)
um. Bæði á þetta við um verk sem eru lítil,
skáp sem tveir hlutar eru varðveittir úr (55.
mynd), stórgerðar vindskeiðar frá 1714 (56.
mynd) og aðrar áþekkar sem eru ekki ársett-
ar.105 Upplýsingar í rituðum heimildum
virðast benda til að hann hafi einnig skorið
heilskornar myndir. I Skinnastaðakirkju, þar
sem faðir hans var prestur, voru lengi varð-
veitt sex ,,líkneski“ eftir hann. Það voru
myndir af Kristi, Davíð konungi og guð-
spjallamönnunum fjórum.106
Brjóskbarokk eftir óþekktan tréskera
Ur kirkjunni á Mælifelli í Skagafirði er
komin minningartafla yfir prófastshjón sem
létust 1706 og 1707.107 Á henni er útskurður
þar sem eru mannamyndir, áletranir, bæði
upphleyptar og skornar, og dálítið skraut-
verk. Hingað til virðist ekki hafa verið hægt
að ákvarða hver útskurðarmaðurinn var.
Verkið er skylt brjóskbarokki, þó að vart sé
hægt að telja skrautið bijóskverk. Það eru
plöntustönglar, sem greypt er úr og vefjast
upp á endum. Mannanryndirnar eru mun
klunnalegar gerðar en skrautverk og bókstaf-
ir. Kristján Eldjárn giskaði á að útskurðarmaðurinn hefði verið kunnugur
list Guðmundar Guðnrundssonar og reynt að líkja eftir verkum hans.
Bekkbrúða sem ættuð er úr Laufáskirkju og ber ártalið 1719, getur verið
eftir sanra nrann. Utskurðurinn hér er fagnrannlegri að sjá, en það er líka
skrautverkið senr setur nrestan svip á grip þennan (57. mynd).108