Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 193
SILFURSMIÐURINN Á SÍLASTÖÐUM
197
Oft hafa málmhlutir orðið íyrir skemmdum af ryði eða tæringu, ryð-
skorpur geta afmyndað upprunalegar útlínur og hulið smáatriði sem
skipta máli fyrir greiningu. Til að geta þekkt verkfæri er mikilvægt að
hafa sérþekkingu á handiðninni og notkun verkfæra.20
Stöppur til að gera mynstur í málm eru notaðar þannig að slegið er á
þær með hamri og grafið endurtekið mynstur. Til eru ýmsar gerðir af
slíkum stöppum, eftir því hvers konar mynstur á að gera. Þann hluta
stöppunnar sem slegið er á mætti nefna ásláttarflöt og þegar barið hefur
verið oft og lengi á endann aflagast hann og á honum myndast svokall-
að „skegg“. Vandi getur verið að þekkja sundur mismunandi gerðir
áhalda til að stimpla og grafa mynstur ef endinn sem mynstrið er á er
skemmdur af ryði. Því verður að styðjast við ásláttarendann eða stærð-
arhlutfoll hans og hvort ,,skegg“ hefur myndast á hlutnum eftir hamars-
höggin.21
Því miður er Sílastaðagripurinn svo illa ryðbólginn að erfitt er að
skera úr um með vissu hvað hann er.Til að hjálpa við greiningu var tek-
in röntgenmynd af gripnum (1. mynd ). A slíkri mynd kemur fram mynd
af yfirborði hlutarins eins og hann er, það er með ryðinu. Það sem er
ljóst á myndinni er ryð, dekkri svæðin eru útlínur hlutarins sjálfs. Greini-
legt er að oddurinn er of skaddaður til að hægt sé að átta sig á honum,
jafnvel á röntgenmyndinni og ekki verður skorið úr því hvort hluturinn
hafi verið með enda eins og meitill, endað í oddi til að grafa punkta eða
hefur verið með mynsturhluta (það sem Werner kallar „pattern punch“)
en gripurinn virðist vera eitt af þessu þrennu. Þá er einnig endinn sem
slegið var á illa farinn. Því verður helst stuðst við almennt yfirbragð
hlutarins og stærð ásláttarendans.
Endinn sent slegið var á er ekki sléttur, heldur með skörðótta brún
sem bendir til að það kunni að hafa brotnað úr honum. Hann er 0,9
mm að breidd (mælt á röntgenmyndinni). Hluturinn er svo illa varð-
veittur að ekki verður ráðið í hvort á honum hefur verið „skegg“ eða
ekki . Gripurinn er 35 mm að lengd, sem er fremur lítið, eftir því sem
gerist um áhöld til að grafa skreytingu i málm. Reyndar kemur frani í
riti Werners að algengt var að áhöld til að grafa í málm væru slípuð
upp margsinnis til að hægt væri að nota þau lengur . Afþessum sökum
eru þau mörg mjög stutt. Einnig var hægt að nota aftur verkfæri sem
fleygt hafði verið, það mátti herða þau eða sverfa af þeim og nota þau í
önnur áhöld.22
Gripurinn 13723 líkist um lögun og stærð hlutum frá Helgö í Sví-
þjóð, einkum nr. 12871,9716 og 11401 (3. mynd).23