Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 161
NÁNARI SKÝRINGAR UM GRUNDARSTÓLA
165
Óráðlegt virðist að reisa um of skilvegg milli germanskrar menningar
og keltneskrar. Eiginlega kemur ýmislegt bitastætt í ljós varðandi Grund-
arstóla ef unnið er á sviði gallversk-rómverskrar trúar og listar, og hefur
verið á þetta drepið. Fróðleg bók um grafsiði og afstöðu til dáinna á
þessu tímabili í Gallíu hefur komið út á frönsku, La tombe gallo-romaine,
höfundur J.J. Hatt. Listunum eru gerð þar skil svo um munar. Ekki verð-
ur því neitað að þær rísa yfirleitt ekki hátt, og víða ntúgabragur á. I notk-
un tákna má sjá að tákn hafa verið leidd af hringnum, þetta kringlur,
hjól, rósir, hakakrossar, o.fl. Þar sem rómverskra áhrifa gætir má t.d. sjá
gerðar saman þrjár rósir. Þrjár stórar kringlur, tvær þeirra vindrósir, prýða
framhlið Arastóls. Tákn sem merkja himintungl við gallversk-rómverskar
grafir má álíta vera af innlendum uppruna, en þau keltnesku goð sem
tengjast grafsiðum virðast vera í senn neðanjarðargoð og himintungla-
goð. J.J.Hatt fjallar um áhaldið ascia, axarhamarinn, sem ætlað var að veita
gröfum framliðinna guðlega vernd. Er hann sagður hafa borist vestur á
bóginn fýrir tilstilli fylgjenda austrænna guða, einkum áhangenda hinnar
miklu móður, Cybele. Vegna axarhamra er ekki úr vegi að vitna til
Brennunjálssögu, og segir á bls. 245 (útg. Halldórs Kiljan Laxness, 1997):
„Eftir það hleypur hann innar eftir búðinni, þar til er hann kemur fyrir
Lýting, og heggur með öxi í höfuð honum, svo að hún stóð á harnri, og
kippir að sér öxinni.” Þó er ekki full vissa fengin um útlit vopnsins. Svo
virðist sem guðinum Þór hafi verið eignaður axarhamar, sbr. mynd í
Snorra-Eddu. (Sjá hér að framan).
I bók sinni um list forsögualda, Prehistoric art, 1966, gerir T.G.E.
Powell að umræðuefni axir úr steini, slípaðar, sem eru í raun hamrar að
miklu leyti. Axir þessar eiga heima í svonefndri bátaxamenningu og
munu smíðaðar nálægt byrjun 2. árþúsunds f. Kr. Mjög greinileg áhrif
frá málmsmíði setja mark sitt á gripina. Þeir sem höfúndur birtir í
myndefni fundust í Svíþjóð. (Sjá bls. 124-125 í ofannefndri bók).Varla
er of ntikið sagt að axarhamrar þessir beri vott um formræna gáfu þess
er smíðaði.
Rómanski stíllinn átti eftir að endast franr á 19. öld i íslenskum hand-
menntum. Grundarstóla verður hins vegar að skoða sem áfanga í menn-
ingarsögu okkar Islendinga og hér við hin stórbrotnu listaverk Ara Jóns-
sonar, sem féll fyrir böðulshendi árið 1550, lýkur miðöldum í sögu lands-
ins. Má hugleiða í þessu tilviki hinar þekktu ljóðlínur sem siðaskipta-
skáldið Bjarni Jónsson orkti í Aldasöng sínum:
,,Allt hafði annan róm
áður í páfadóm.“