Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 47
ÚTSKURÐUR OG LÍKNESKJUSMÍÐ ÚRTRÉ
51
Nokkrir róðukrossar varðveittust þó, og nýir voru smíðaðir.Við vitum
að sunrir róðukrossarnir fengu áletrun sem útskýrir að það sé ekki tré-
myndin sem á að tigna og biðja til, heldur Hann sem myndin er af. Slík
áletrun er á krossinum frá Silfrastöðum (sjá hér á undan bls. 35—36 og
26. mynd). Annað dæmi er stór róðukross með Maríu og Jóhannesi, sem
verið hefur í eigu Klausturhólakirkju í Arnessýslu, en kom upphaflega
til dómkirkjunnar í Skálholti frá Hamborg.81 Einnig hér er áletrunin á
latínu.
Nýjar innréttingar í kirkjum
Eftir siðaskipti varð predikunin mun mikilvægari hluti guðsþjónustunn-
ar en áður. Söfnuðurinn átti að sameinast um orðið. Afleiðing þess var
að nýjar innréttingar voru settar í kirkjur. Fyrst og fremst var þörf
smíðavinnu - þörf var á bekkjum svo að söfnuðurinn gæti setið meðan
hann hlýddi á langar predikanir. Þá varð predikunarstóllinn sjálfur mik-
ilvægur hluti af búnaði kirkjunnar. Predikunarstólar hafa ef til vill verið
einföld smíði í byrjun, en smám saman var farið að prýða þá með
skrautskurði, útskornum myndum manna og dýra og málningu.
Erlendur predikunarstóll í Hóladómkirkju
Fyrir kom að predikunarstólar væru fluttir inn frá útlöndum. Þannig
lilýtur að vera farið með glæsilegan predikunarstól í endurreisnarstíl
með ártalinu 1594, sem Guðbrandur biskup Þorláksson útvegaði Hóla-
dómkirkju (38.mynd).82
Hann er haglega gerður, bæði smíðin og tréskurðurinn eða „bild-
höggvaraverkið". Grunnflötur hans er sjöstrendur og hliðar eru úr 5
veggjum eða „fögum“. Á aðalflötum stólsins eru mannamyndir sem
standa og eru hátt upphleyptar, annað skraut er lægra skorið.
Það einkennir endurreisnarskraut að það er samhverft - helmingarnir
eru alveg eins, eins og spegilmynd hver af öðrunt. Á predikunarstólnum
er skrautið í ltverjum reit fýrir sig samhverft á þennan hátt, eina undan-
tekningin eru mannamyndirnar.
Guðbrandur Þorláksson var biskup á Hólum allt frá 1571 til 1627 og
lagði gjörva hönd á margt. Hann er einkum þekktur fyrir fyrstu prentuðu
biblíuna á íslensku, ,,Guðbrandsbiblíu“ sem prentuð var á Hólum 1584.
Hún var prýdd tréristum, og hefur töluvert verið rætt um hve mikil áhrif
biskup hafi haft á val mynda og gerð þeirra.Víst er að hann hafði áhuga á
listum og sagt er að sjálfur hafi hann fengist við tréskurð, þó ekki séu nú
þekkt nein útskurðarverk sem nreð vissu verða eignuð honum.83