Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 72
76
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
framhlið af rúmi með ártalinu 1746 og töluvert miklum upphleyptum
útskurði, og meira að segja er heilskorin mannsmynd á öðrum rúmstuðl-
inum (61. mynd). En eins og svo oft, hefur tréskerinn verið fimari að
skera skreyti en myndir af mönnum. - Margar rúmbríkur með jurta-
skreyti hafa varðveist.
Hallgrímur Jónsson
Nú er komið að þeim manni sem var hvað mestur atvinnumaður í tré-
skurði á þessari öld. Það er Hallgrímur „bildhöggvari"Jónsson (1717-1785).
Hann var bóndi á Norðurlandi, lengst af í Eyjafirði, en hafði fengið góða
menntun, m.a. verið við nám í latínuskólanum á Hólum. Ekkert er vitað
um nám hans í trésmíðum og myndhöggvaralist og ekki er kunnugt
hvort hann var nokkurn tíma erlendis. Han hlaut nrikla frægð fyrir list
sína, og varðveitt verk eftir hann bera vitni óvanalegri færni í skraut-
skurði (dæmi 62. mynd).111
Ekkert verka Hallgríms er tímasett, en ætla má að flest hafi þau orðið
til eftir miðja öldina. Skrautverkið hjá honum er ýmist gegnskorið og
áfest eða óvenjulega hátt skorið. Flest verka hans eru nú ómáluð. Ein-
kennandi myndefni er bandverkið eða hneyktu böndin, sem tilheyrðu
svonefndum régence-stíl, stílafbrigði á mótum barokkstíls og rókokkóstíls
(nefndur eftir tímabili í sögu Frakka 1715-1723, þegar Loðvík XV var
barn og forráðamenn hans stýrðu ríkinu). Myndefnið lítur út eins og
band sem lagt hefur verið í boga og brotið í hvöss horn. Það var oft not-
að með plöntuskreyti. Hjá Hallgrími er bandið nærri því alþakið tein-
ungaplöntum, svo að það þarf að leita vel til að finna það. Sýna má fram
á samsvörum við bandverk og smáatriði í verkum Daniel Marot sem var
franskur skreytiteiknari er átti heima í Niðurlöndum. Koparstungur hans
og mynsturbækur höfðu áhrif á skrautskurð víða um lönd, einnig á
Norðurlöndum.112 En varla er hægt að finna hliðstæður við hina sér-
stöku aðferð Hallgríms við að nota saman brotin bönd og blómstrandi
teinunga.
Smámyndaskerinn
Hópur verka með allt annars konar skurð hefur lengi verið eignaður
Hallgrími Jónssyni, en þessi verk eru eftir öllu að dæma gerð af öðrum
manni. Kristján Eldjárn komst reyndar að þeirri niðurstöðu að þau væru
eftir Jón Hallgrímsson, son Hallgríms, sem þekktastur er sem málari.113
Hann á að hafa numið málaralist erlendis, og sé það rétt að umrædd
skurðverk séu eftir hann, má einnig ætla að hann hafi lært þar tréskurð.