Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 226
230
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
Nýir gripir á safnskrá voru 160. Ber þar einkum að nefna málverk Jóns Stefans-
sonar af sr. Magnúsi Bjarnarsyni á Prestsbakka og stórt málverk af Þykkvabœjarklaustri.
Þá gaf Karl Kortsson fv. héraðsdýralæknir á Hellu dýrmætan húsbúnað, rokohúsgögn
í stil Loðvíks 16., ásamt jjölskyldumyndum.
Héraðsskjalasafnið, sem er hluti byggðasafnsins, fékk margt skjalabóka og
gagna.
Safnstjóra var boðið að sækja textílráðstefnu á eynni Hitra í Noregi 14.-16.
apríl. Þar kynnti hann gömul handbrögð við ullar- og hrosshársvinnu. Þá hélt
safnstjóri námskeið í ganralli handmennt við Framhaldsskólann i Skógum,
kenndi þar hrosshárs- og ullarvinnu.
Byggingarnefnd safnkirkjunnar afhenti safninu hana til eignar og umsjár.
Rómverk-kaþólski erkibiskupinn í Kaupmannahöfn, Piero, flutti ásamt Jakob
Roland presti í Landakoti kaþólska messu í kirkjunni, fýrstu kaþólsku messu í
Skógum í 460 ár.
Byggðasafn Arnesinga
Nafni safnsins var breytt á árinu, er nú sem ofan greinir og ekki lengur tengt
náttúrusafni.
A árinu komu 6.589 gestir i safnið í Húsinu á Eyrarbakka, þar af 1.124 er-
lendir. Opnuð var sýning Bœjamyndir, myndir Matthíasar Sigfússonar frá Egils-
staðakoti í Flóa ásamt ljósmyndum af bæjunum frá sama sjónarhorni nú. Þá var
sýningin Ljós yfir land opnuð í borðstofu Hússins, liður í Kristnitökuhátíð, og af
því tilefni gert við tvo ljósahjálma úr kirkjum, smíðaða af Magnúsi Einarssyni frá
Hnausi í Flóa.
A safnadaginn, 13. júlí, var fýrirlestur um sögu Hússins og spilað á píanóið
gamla sem var í Húsinu. Þá var sýningin Klœðið jljúgandi”, með verkum þekktra
listamanna í sýslunni fýrrum, bar sýningin nafn af sérstæðu líkkistuklæði.
Haldnir voru fýrirlestrar, Byggð og menning, í samvinnu við Sjóminjasafnið,
Sögufélag Arnesinga og Rannsóknarstofnun um byggðamenningu í nóvember
og bókmenntakynning var á aðventu. - Borðstofa Hússins var í nokkur skipti leigð
til fundahalda og móttakna.
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
Forstöðumaður var ráðinn að safninu, Þorvaldur H. Gunnarsson, í 35% starf. I
safnið komu 2.496 gestir, þar af 313 erlendir.
A safnadaginn, 11. júlí, var í samvinnu við Byggðasafn Arnessýslu, Listasafn
Arnesinga og Rjómabúið á Baugsstöðum farin fræðsluferð um Eyrarbakka. I
Þuríðarbúð var fluttur leikþáttur um Þuríði formann og lífið í sunnlenzku sjó-
búðunum. Safnið tók þátt í Ijósmyndasýningu með manna- og umhverfismyndum
frá Eyrabakka og grennd.
Nokkrir gripir bættust safninu á árinu.