Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 201
SILFURSMIÐURINN A SILASTOÐUM
205
Ekki togkambur
Orðið togkambar er elst þekkt í ritheimild frá 1767, þ.e. frá þeim tíma er
vírkambar — einnig nefndir kar(r)kambar, karrar, körrur, körður, þelkamb-
ar og handkambar — fóru að berast til landsins á 18. öld, einkum með tó-
skaparáhöldum Innréttinganna. Togkambar, einnig notaðir tveir saman,
kunna að hafa orðið til á tímabilinu frá seinni hluta 17. til fyrri hluta 18.
aldar. Þeir eru frábrugðnir hinum fornu kömbum: með gisnum tindum,
yfirleitt sjö til ellefu í hvorum kambi, og tindarnir eru ekki sívalir heldur
ferstrendir og horfa brúnirnar fram og aftur og hver á móti annarri.16
Rétt er með farið í enska yfirlitinu í nýju útgáfunni þar sem segir að
wool-combs hafi verið meðal þess sem fannst í kumlinu.17 Hins vegar er
kamba þessara ekki getið í skránni um efnisatriði; þar eru aðeins nefndir
kambar í merkingunni hárkambar.
6. desember 2000
Elsa E. Guðjónsson
Tilvísanir
1 Kristján Eldjárn, Kiwil og haugfé úr heiðnum sið á Islandi ([Akureyri], 1956), bls. 7.
2 Idan, Kutnl og haugfé úr heiðnum sið á Islandi. Ritstjóri Adolf Friðriksson (2. útg.;
[Reykjavík], 2000), bls. 16
3 Ibid., bls. 211-214 (nr. 126).
4 Kristján Eldjárn, „Þrjú kunil norðanlands," Arltók hins íslenzka fornlcifafélags 1957-
1958 (Reykjavík, 1958), bls. 130-144, og iden, „Hannyrðakona úr heiðnum sið,“
Stakir steinar (Akureyri, 1961), bls. 18-27.
5 Sjá Kristján Eldjárn (1958), bls. 140.
6 Sbr. Jan Petersen, Vikingetidens redskaper (Oslo, 1951). Svo vildi reyndar til að Jan
Petersen var með í fbr þegar Kristján rannsakaði kunrlið að Daðastöðum, sbr. Kristján
Eldjárn (1958), bls. 134, og idetn (1961), bls. 20 og (2000), bls. 212, þar sem birtar eru
myndir af honum hjá kumlinu.
7JafnvelJan Petersen nefndi þennan möguleika í neðanmálsgrein í riti sínu 1951, bls.
322, skv. Marta Hoífmann, Tlte Warp- Weighted Lootn (Oslo, 1964), bls. 381,28. tilv.: hún
vitnar einnig um þetta til Helen Engelstad, rneðal annars í Refil, bunad, tjeld (Oslo
1952), bls. 43 [sjá ennfremur þar bls. 42;EEG[.
8 Elsa E. Guðjónsson, „Formálsorð, „Introduction" og „Tilvitnanir" i Kristján Jónasson,
„Að kemba með togkömbum," Arbók hins tslenzka fornleifafélags 1974 (Reykjavík,
1975), bls. 135-142; sjá bls. 141-142, í 6. tilvitnun.
9 ldetn, 7ogcombs in the National Museum of Iceland," Textilc History, 10 (Leeds, 1979),
bls. 207-210; sjá bls. 209,13. tilv.
10 Idem, „Fágæti úr fylgsnum jarðar. Fornleifar í þágu textíl- og búningarannsókna,"
Skírnir. Tímarit Ititis íslenska bókmenntafélags (Reykjavík,Vor 1992),. bls. 7-40; sjá bls. 21-
23: „Tindar úr ullarkömbum."