Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 27
31
ÚTSKURÐUR OG LÍKNESKJUSMÍÐ ÚRTRÉ
Brot úr stólbaki úr Skagafirði
Eins og áður sagði svipar fyrrnefndu broti úr stól- eða bekkbaki (20.
mynd) til Grundarstóla, þótt útskurðurinn á því gæti vel verið frá því urn
1400. Einungis er varðveitt brot af bakhliðinni. Sigurður Guðmundsson
málari gaf það Þjóðnrinjasafni 1864, og getur þess í safnskránni að stóll-
inn eða bekkurinn hafi verið ætlaður tveinrur.51 Sé það rétt, er brotið að
líkindum úr brúðhjónabekk, en slíkir bekkir voru notaðir við brúðkaup í
kirkjum. Ekki er vitað úr hvaða kirkju bekkurinn var, en Sigurður fékk
brotið hjá Hjálmari Jónssyni, Bólu-Hjálmari, skáldi og myndskera.
Hjálmar hafði skorið nýjan stólpa öðrum megin, eftirlíkingu þess gamla.
Þeim stólpa er sleppt hér (á 20. mynd).
A þessum stól eiga að hafa verið rnargar myndir sem nú eru glataðar,
fallegar rimar í baki og fjögur mannsandlit á framstólpum.52
Sigurður Guðmundsson taldi brotið vart yngra en frá 14. öld. Þór
Magnússon velti fyrir sér hvort hér væri kominn hluti af þriðja Grundar-
stólnum, þeim sem glataður er, og benti á líkindi í útskurðinum sem
rennt gætu stoðum undir þá tilgátu.53 Sjálf stakk ég upp á tímasetningu
til 14. eða ef til vill 15. aldar, en var þó í vafa vegna þess hve ungir
Grundarstólarnir eru. Þá byggði ég á samanburði við jurtaform og
myndir í íslenskum handritalýsingum.54 Hvorug tilgátan verður sönnuð
og skal ekki fullyrt um aldur brotsins. Menn eru þó sammála um að brot-
ið sé ekki eftir Benedikt Narfason, höfund Grundarstóla, því að formin á
því eru stórgerðari og nær náttúrunni en á Grundarstólum.
ÚTSKORIN TRÉLÍKNESKIÁ MIÐÖLDUM
Engar kringskornar myndir eða styttur úr tré úr heiðni hafa varðveist,
þótt víða sé getið um norrænar guðamyndir í íslenskum fornsögum.35 -
Elstu trélíkneski sem varðveitt eru hér á landi eru frá rómanska stílskeið-
inu. Það eru líka myndir trúarlegs eðlis. Líkneskin virðast í enn ríkari
mæli en skrautskurðurinn gerð fýrir guðshús og þau byggja minna á
fornri norrænni hefð. Kirkjulistin kom að utan og var þáttur í hinum
nýja sið. Einkum voru það róðukrossar og Maríumyndir, ómissandi
kirkjugripir, og þegar á leið líka ýmsar aðrar dýrlingamyndir.
Skorin líkneski eru að því leyti ólík mörgu tréskreyti að yfirborð
þeirra var meðhöndlað á sérstakan hátt. Eftir að búið var að skera mynd-
irnar, var borið á þær krítarlag (og var lím notað sem bindiefni). Stund-
um var krítarlagið svo þykkt að í það voru mótuð smáatriði, og líkneskin
loks máluð í mörgum litum. Lengi voru tempera-litir algengastir, í þeirn