Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 212
216
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
1970-1990. Var Ólöf Andra Proppé sagnfræðinemi ráðin til þess. Hún vann að
öflun heimilda og átti viðtöl við ljósmyndara um starf þeirra.
Hér má nefna, að út kom hefti tímaritsins History of Pliotograpliy og fjallaði um
íslenzka Ijósmyndun. Sáu Inga Lára Baldvinsdóttir deildarstjóri og Siguijón
Baldur Hafsteinsson safnstjóri Ljósmyndasafns Reykjavíkur um hefdð.
Vegna starfa Ivars Brynjólfssonar að ljósmyndun við útboðsgögn um sýningar
voru ráðnir tveir ljósmyndarar til safnsins tímabundið til venjubundinnar ljós-
myndavinnu, svo sem vegna myndapantana.
Safnkennsla
Vegna lokunar sýningarsala varð ekki tekið á móti skólanemum í safnið, en
farsýning og safnkassar um barnaleiki og tóvinnu voru boðnir skólum og
gerður nýr safnkassi um mat og matarhætti. Kynningarbæklingi um safn-
kennslu var dreift i grunnskóla í höfuðborginni.
Tekið var á móti skólanemunr í Sjóminjasafni og Nesstofusafni og höfðu
deildarstjórar þar umsjón með safnfræðslu. Að auki var nemurn í þjóðfæði við
Háskóla Islands kynnt Sjóminjasafnið.
Safnkennari var annar ritstjóri Dagbókar Islendinga, sem gefin var út í sam-
vinnu við Mál og menningu á Degi bókarinnar, 23. apríl. Hann hafði einnig
umsjón með gerð nýrra búninga á jólasveina Þjóðminjasafnsins.
Safnkennari vann og að flutningi á myndadeild og frágangi í myndageymslu.
Þjóðháttadeild.
Hallgerður Gísladóttir deildarstjóri fékk starfsleyfi frá 1. apríl til ársloka til að
Ijúka og búa til prentunar rannsóknarverk sitt Islenska matarhcetti, er konr út fyrir
jólin. Olína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur tók tímabundið við starfi hennar í
maí.
Sendar voru þijár spurningaskrár, nr. 96, Þegar rafmagnið kom, nr. 97, Raftœki,
og nr. 98, Utvarp og sjónvarp. Hún var send í samstarfi við og með styrk Ríkisút-
varpsins.
Sif Jóhannsdótdr, Stefanía Eyjólfsdóttir, Ilmur Arnadóttir, Eygló S. Gunnars-
dóttir og Gunnar Bollason unnu að innslætti eldri spurningaskráa, að verulegu
leyti fyrir sjálfsaflafé deildarinnar.Var þannig lokið við skrá 92, Tóbakshœttir, skrá
94, Heimilisguðrœkni, skrá 95, Stúdentalíf og byrjað á skrá nr. 7, Kvöldvakan. Lokið
var innslætti á útsendum spurningaskrám, en 238 svör bárust við þeim.
Olína sótti undirbúningsfund Þjóðlagaseturs á Siglufirði í nrinningu Bjarna
Þorsteinssonar, flutti fyrirlestur á ráðstefnunni Rnstica Nova í Finnlandi, sótti og
fleiri fundi og ráðstefnur og flutti þar fyrirlestra og erindi, annaðist einnig gerð
kynningarbæklings um Þjóðnrinjasafnið, sem bíður útgáfu.
Heimildarmannaskráin var tölvusett til að setja inn á skráningarkerfið Sarp.
Ýrnsir fræðimenn fengu starfsaðstöðu við þjóðháttadeild vegna rannsókna.