Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 150
154
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ginfylla trjónunnar á hægra bakstólpa Arastóls myndar eins konar
meðalkafla sverðs með ferhyrndum sverðshluta aftast, og verður að
ímynda sér sverð sem rekið er i gin kynjadýrs af vargsætt. Liggur beint
við að ri§a upp það sem Vafþrúðnir jötunn kveður í 53. vísu Vafþrúðn-
isrnála um dauða Oðins í ragnarökum og hefndVíðars. (Scemundar-Edda,
útg. Guðna Jónssonar, 1954.):
„Ulfr gleypa
mun Aldaföðr,
þess munVíðarr vreka;
kalda kjafta
hann klyfja mun
vitnis vígi at.“
Víðarr er sonur Óðins og tröllkonunnar Gríðar. Hann lifir af ragnarök.
(Sbr. KLNM, 19.b., d.690-691.). I gini drekanna tveggja að framanverðu
á stól er jurtaatriði.
Skylt þykir að lagfæra nokkuð það sem sagt var um myndrúnina ýr í
fangamarki Ara lögmanns í grein minni í Arbók 1993 (bls. 87), en þar er
slangan sögð með vargshaus. Virðist nær sanni að hausinn sé blendings-
tegundar, því greina má þarna eitthvað senr haus á hesti jafnframt úlfsein-
kennum. Til er á dönsku orðið „grabist“ um hesta, nrerkir það gráan
hest, en einnig úlf. Folaldið sem Loki átti nreð Svaðilfara var grátt á lit,
þetta var Sleipnir, hestur Óðins. Sanrruni slöngu og hests þekkist í list
bronsaldar á Norðurlöndunr. A rakhnífunr frá þessum tínra sést að slíkur
slönguhestur dregur sólarskjöld. Unr þetta fjallar J. Brondsted í bók sinni
Danmarks oldtid. Það er e.t.v. ekki ófróðlegt að Júlíus Cesar segir frá því í
Gallastríðunr (De bello Gallico) að Gernranir hafi tignað sólina, eldinn
(Vulcanus) og nránann. Aldrei er að vita nenra Ari Jónsson hafi einhvern
tínra virt fyrir sér norrænar nrinjar frá forsöguöld, en unr það verður
ekkert fullyrt. „Býsanskt“ hefur oft verið haft unr það senr er drepið í
drónra of nrikillar formfestu. Þrátt fyrir áhrif frá list Miklagarðs virðist
sem kenna nregi útskurð Grundarstóla við frjálsræði og ágæta öflun og
úrvinnslu efnisatriða.
Líta ber aftur á sækonuna á efri þverfjöl í baki Arastóls (nrynd 9 í
„Stóll Ara Jónssonar,“ Arbók 1993). Menn lrafa sýnt franr á að sækonur
eða hafnreyjar þróuðust frá hafgúununr svonefndu, sírenununr. Trú á haf-
gúur kenrur þegar í ljós í Odysseifskviðu. Þær voru í fuglslíki og nreð
höfuð konu, höfðust við á smáeyjum og skeijum, tældu til sín sjónrenn
nreð söng sínunr og grönduðu þeim. Sækonur, hins vegar, voru senr kon-
ur útlits niður að mitti, neðan nrittis voru þær í laginu senr fiskur, og