Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 144
148
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
4. Kynjaverur í nœst ysta bili til
vinstri á herðajjöl Arastóls. Ljósm.
ívar Brynjólfsson. Þjóðminjasafn Is-
lands.
Á efri þverslánni í baki
kemur tvisvar fyrir tákn sem
virðist án efa rúnin ingwaz, $,
þ.e. Yngvi-Freyr. I Gylfa-
ginningu Snorra-Eddu má
lesa: „Njörðr í Nóatúnum
gat síðan tvau börn. Hét
annat Freyr, en dóttir Freyja.
Þau váru fogr álitum ok
máttug. Freyr er inn ágætasti
af ásum. Hann ræðr fyrir
regni ok skini sólar ok þar
með ávexti jarðar, ok á hann er gott at heita til árs ok friðar. Hann ræðr
ok fésælu manna. En Freyja er ágætust af ásynjum.“ Seinna segir í
Gylfaginningu, þar sem lýst er ragnarökum, „Freyr berst mót Surti, ok
verðr harðr samgangr, áðr Freyr fellr. Þat verðr hans bani, er hann missir
þess ins góða sverðs, er hann gaf Skírni.“ (Edda Snorra Sturlusonar, útg.
Guðna Jónssonar, 1954). I Skáldskaparmálum segir Snorri að Frey skuli
þannig kenna „at kalla hann son Njarðar, bróður Freyju ok enn Vanaguð
ok Vananið ok árguð ok fégjafa.“ Til er af rúninni ingwaz afbrigðið x.
Freyr var eigandi galtarins Gullinbursta, og varðar það hér.
Faðir Ara Jónssonar lögmanns, Jón Arason Hólabiskup, var kominn af
Helga magra Eyvindarsyni, er nam Eyjaíjörð. I frásögn Landnámabókar
um Helga magra segir: „Helgi lendi við Galtarhamar. Þar skaut hann á
land svínum tveimr, ok hét göltrinn Sölvi. Þau fundust þremr vetrum
síðar í Sölvadal, ok váru þá saman sjau tigir svína.“ (Islendingasögur, I.
bindi, útg. Guðna Jónssonar, 1953). Jurtabundinin á bakstólpun: Arastóls
endurspegla uppskerutrú og siði tengda uppskeru. Mun vera átt við guð-
inn Yngva-Frey í þessu sambandi og verið er þarna að frægja foðurætt
Ara lögmanns Jónssonar í útskurðinum. Minnst var stuttlega á tákn
nokkurt sömu gerðar og ingwaz á dvergsteinunum sænsku í Arbók 1993,
bls. 90.
Rifja mætti upp söguna af því þegar æsir bundu Fenrisúlf. Stendur um
þetta í Gylfaginningu: „Eftir þat óttuðust æsirnir, at þeir myndi eigi fá