Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 145
NÁNARI SKÝRINGAR UM GRUNDARSTÓLA
149
bundit úlfinn. Þá sendi Alfbðr þann, er Skírnir er nefndr, sendimaðr
Freys, ofan í Svartálfaheim til dverga nökkurra ok lét gera fjötr þann er
Gleipnir heitir. Hann var gerr af sex hlutum: af dyn kattarins ok af skeggi
konunnar ok af rótum bjargsins ok af sinum bjarnarins ok af anda fisksins
ok af fugls hráka.“ (Sama útg. Isl. sagna.) Ulfurinn hafði leyst sig úr Læð-
ingi og drepið sig úr Dróma, en þegar Týr hafði misst hönd sína hélt
fjöturinn Gleipnir. Var fjötur þessi „sléttr ok blautr sem silkiræma.“ Eg
hef grun um að tvíþætta bandið efst á herðafjölinni í stól Ara merki fjöt-
urinn Gleipni og hinn tímabundna sigur sem goðin unnu á úlfmum.
I bilinu milli annarrar myndkringlu frá hægri og miðjukringlunnar
sést tákn gert úr tveimur tijásprotum sem undnir eru saman. Þetta er án
efa rúnin %, ö, þ.e. óðal á norrænu. Nafn hennar merkir einkum jarð-
eign, ættarból, óðal, en einnig mann. Grundvöllur mun vera öþalan (öþil-
an) á frumgermönsku. K. Schneider virðist þó sem áhrifa hljóti að gæta á
nafnið frá tungu bænda, sem ekki voru indó-evrópskir og kenndir eru
við jötnasteinamenningu, mæðraveldi og trú áVani.
Á Islandi voru ekki til eiginleg óðöl, eins og kunnugt er. Hefur það
verið samkvæði fræðimanna. Hvernig getur þá staðið á þessari rún á
herðafjölinni? Ari Jónsson vill ef til vill leggja áherslu á sögu íslenskra að-
albóla, þegar hann sker þetta merki, og einhverju kann að ráða að Jón
Arason faðir hans var að því er haldið er auðugasti maður landsins.
Fræðimenn hafa bent á að visst mikillæti einkennir höfðingja Evrópu á
endurreisnaröldinni, og tíðkaðist að þeir sæktust eftir íburðarmiklum
minningarmörkum. Hugtakið endurreisn eða endurfæðing er komið frá
Italanum Giorgio Vasari (1511-1574), að því er virst hefur. Atti hann við
endurfæðingu „hinnar gömlu góðu listar“ fornaldarinnar við Miðjarðar-
hafið. Þó virðist sem hugtakið kunni að vera eldra nokkuð. Lærdómsmenn
aldarinnar létu sig í raun skipta uppruna þjóða sinna, og þar liggur ef til vill
hvatinn að vali rúnarinnar óðals. Enn ber þess þó að geta að einstrengings-
legar skoðanir í þessu efni birtast hjá einum af afkomendum Jóns Arasonar
biskups, þar sem er Gísli Magnússon sýslumaður (Vísi-Gísli). Segir Jakob
Benediktsson um þetta í ritgerð um Gísla í safnritinu Merkwn Islendingum,
1966: „Aðaláhugamál hans er viðrétting íslenskra höfðingjaætta, og þá sér-
staklega þeirra sent hann á sjálfur kyn sitt til að rekja.“
Við hálfkringluna yst t.h. á efri þverslá baks virðist mér skorin rúnin
ýr, T, í líki trjáplöntu. Merking hennar er valkyrja, en einnig maður. Um
valkyrjurnar segir í Gylfaginningu: „Þær sendir Oðinn til hverrar or-
rosto. Þær kjósa feigð á menn ok ráða sigri.“ Hinir fornu Germanir
hugsuðu sér þær sem konur í herklæðum eða sem svani.